Ánægður með þróun mála en telur ótímabært að slaka á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 12:09 þórólfur guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57