Utanríkisráðherra segir Íslendinga ráða umfangi hernaðarstarfsemi í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2020 19:37 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06