Milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar vísað frá í héraðsdómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:04 Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir kröfðust alls þriggja milljarða í skaðabóta frá Sýn. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Aðdraganda málsins má einmitt rekja til þess að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 kom fram að til stæði að höfða umrætt mál á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Hjónin byggðu málsókn sína gegn Sýn og stjórnendum fyrirtækisins á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna ummælana er lytu að málsókninni, auk málsóknarinnar sjálfrar sem þau töldu tilhæfulausa. Héraðsdómur taldi dómkröfur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar „óljósar og óskýrar“, auk þess sem annmarkar væru á málatilbúnaði þeirra. Ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Þá var hjónunum gert að greiða stefndu, hverju um sig, 55 þúsund krónur í málskostnað, alls rúma hálfa milljón króna. Búið er að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember í fyrra sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í umræddum árshlutareikningi sem var birtur í maí kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggði á dagsektarákvæðum og nam um 1,7 milljörðum króna auk vaxta, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52 Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00 365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Aðdraganda málsins má einmitt rekja til þess að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 kom fram að til stæði að höfða umrætt mál á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Hjónin byggðu málsókn sína gegn Sýn og stjórnendum fyrirtækisins á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna ummælana er lytu að málsókninni, auk málsóknarinnar sjálfrar sem þau töldu tilhæfulausa. Héraðsdómur taldi dómkröfur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar „óljósar og óskýrar“, auk þess sem annmarkar væru á málatilbúnaði þeirra. Ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Þá var hjónunum gert að greiða stefndu, hverju um sig, 55 þúsund krónur í málskostnað, alls rúma hálfa milljón króna. Búið er að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember í fyrra sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í umræddum árshlutareikningi sem var birtur í maí kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggði á dagsektarákvæðum og nam um 1,7 milljörðum króna auk vaxta, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52 Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00 365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52
Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00
365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58