Gat ekki lofað Jota byrjunarliðssæti þrátt fyrir þrennuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 08:31 Diogo Jota fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir að hafa skorað þrennu gegn Atalanta í gær. getty/Emilio Andreoli Þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í 0-5 sigri Liverpool á Atalanta í gær er Diogo Jota ekki öruggur með að byrja næsta leik Rauða hersins sem er gegn Manchester City á sunnudaginn. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool og skorað í fjórum leikjum í röð, alls sex mörk. Portúgalinn hefur allt í allt skorað sjö mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Liverpool á eftir Mohamed Salah sem hefur skorað níu mörk. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi þó ekki lofa Jota sæti í byrjunarliðinu í næsta leik Englandsmeistaranna. „Það er mikilvægt að hafa fleiri en ellefu leikmenn og í kvöld lék Diogo frábærlega. Hann byrjaði í kvöld, bæði vegna þess hversu vel hann hefur spilað og vegna þess hvernig Atalanta spilar og verst. Það var því rökrétt að nota hann,“ sagði Klopp eftir leikinn í Bergamo í gær. Á meðan Jota hefur skorað sjö mörk í vetur er Roberto Firmino, aðalframherji Liverpool, aðeins með eitt mark. Klopp ítrekaði samt mikilvægi Brasilíumannsins eftir leikinn í gær. „Góð frammistaða færir mér ekki jákvæðan höfuðverk. Við værum ekki einu sinni í Meistaradeildinni ef ekki væri fyrir Firmino. Þrátt fyrir það þarf ég að útskýra af hverju hann er ekki í liðinu,“ sagði Klopp. „Hann verður í liðinu og svarið við spurningunni af hverju Liverpool er svona gott suma daga er vegna þess hvernig Firmino spilar. Á góðum degi er ómögulegt að verjast honum.“ Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni án þess að fá á sig mark og er í afar vænlegri stöðu í D-riðli. Þá er Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30 Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00 Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í 0-5 sigri Liverpool á Atalanta í gær er Diogo Jota ekki öruggur með að byrja næsta leik Rauða hersins sem er gegn Manchester City á sunnudaginn. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool og skorað í fjórum leikjum í röð, alls sex mörk. Portúgalinn hefur allt í allt skorað sjö mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Liverpool á eftir Mohamed Salah sem hefur skorað níu mörk. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi þó ekki lofa Jota sæti í byrjunarliðinu í næsta leik Englandsmeistaranna. „Það er mikilvægt að hafa fleiri en ellefu leikmenn og í kvöld lék Diogo frábærlega. Hann byrjaði í kvöld, bæði vegna þess hversu vel hann hefur spilað og vegna þess hvernig Atalanta spilar og verst. Það var því rökrétt að nota hann,“ sagði Klopp eftir leikinn í Bergamo í gær. Á meðan Jota hefur skorað sjö mörk í vetur er Roberto Firmino, aðalframherji Liverpool, aðeins með eitt mark. Klopp ítrekaði samt mikilvægi Brasilíumannsins eftir leikinn í gær. „Góð frammistaða færir mér ekki jákvæðan höfuðverk. Við værum ekki einu sinni í Meistaradeildinni ef ekki væri fyrir Firmino. Þrátt fyrir það þarf ég að útskýra af hverju hann er ekki í liðinu,“ sagði Klopp. „Hann verður í liðinu og svarið við spurningunni af hverju Liverpool er svona gott suma daga er vegna þess hvernig Firmino spilar. Á góðum degi er ómögulegt að verjast honum.“ Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni án þess að fá á sig mark og er í afar vænlegri stöðu í D-riðli. Þá er Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30 Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00 Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30
Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00
Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49