Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 10:24 Þungvopnaðir lögreglumenn í morgun á einum af nokkrum vettvöngum árásarinnar í Vín í gærkvöldi. Getty/Thomas Kronsteiner Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35