Hvetur ríki til að auka ríkisútgjöld í Covid-kreppunni Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2020 16:25 Búðareigandi lokar snemma í Barcelona á Spáni. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir hafa lagst þungt á fyrirtæki og heimili víða um heim. Mótvægisaðgerðir sem var gripið til í mörgum löndum eru nú að renna sitt skeið þrátt fyrir að faraldurinn sé víða í mikilli sókn. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent