Sex ára hestasirkusstelpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2020 19:31 Svala Björk hikar ekki við að standa á baki Viðju á hnakkanum og gera þar sirkusatriði, merin stendur alltaf alveg kyrr á meðan. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Svala Björk Hlynsdóttir á Selfossi sé ekki nema sex ára þá fer hún létt með að ríða hestum á öllum gangtegundum og sýna sirkusatriði á þeim. Henni finnst þó allra skemmtilegast að leggja á skeið. Svala Björk, sem er nemandi í Sunnulækjarskóla kemst alltaf á hestbak þegar hún vill á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem amma hennar og afi reka myndarlegt hrossaræktarbú og mamma hennar, Þórdís Gunnarsdóttir sér m.a. um tamningar á bænum. Áður en Svala leggur á Viðju þá lakkar hún hófana á henni svo þeir verði ekki þurrir þegar hún fer á bak. Þá er Viðja teymd inn í reiðhöll þar sem Svala Björk skellir sér á baka og ríður nokkra hringi á mismunandi gangtegundum. „Mér finnst skemmtilegast að fara á stökk og svo finnst mér líka skemmtilegt að leggja hnakkinn á Viðju og það er líka skemmtilegt að leggja hana á skeið,“ segir Svala Björk. Hún segist alltaf vera mjög ánægð með Viðju, sem hún á, ásamt frænku sinni. „Já, hún er mjög góð og hún gerir allt sem ég segi henni að gera.“ Svala Björk gerir stundum sirkusatriði á Viðju en þá stendur hún upp á hnakknum á baki og gerir allskonar listir. „Ég ætla að vera hestakona þegar ég er orðin stór, ég er svona dugleg því ég er alltaf á hestbaki en það er það skemmtilegasta, sem ég geri“, segir þessi skemmtilega og efnilega hestastelpa. Vinkonurnar, Svala Björk og Viðja, sem eiga sínar gæðastundir saman nokkrum sinnum í viku í reiðhöllinni á Grænhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ölfus Hestar Krakkar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Þrátt fyrir að Svala Björk Hlynsdóttir á Selfossi sé ekki nema sex ára þá fer hún létt með að ríða hestum á öllum gangtegundum og sýna sirkusatriði á þeim. Henni finnst þó allra skemmtilegast að leggja á skeið. Svala Björk, sem er nemandi í Sunnulækjarskóla kemst alltaf á hestbak þegar hún vill á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem amma hennar og afi reka myndarlegt hrossaræktarbú og mamma hennar, Þórdís Gunnarsdóttir sér m.a. um tamningar á bænum. Áður en Svala leggur á Viðju þá lakkar hún hófana á henni svo þeir verði ekki þurrir þegar hún fer á bak. Þá er Viðja teymd inn í reiðhöll þar sem Svala Björk skellir sér á baka og ríður nokkra hringi á mismunandi gangtegundum. „Mér finnst skemmtilegast að fara á stökk og svo finnst mér líka skemmtilegt að leggja hnakkinn á Viðju og það er líka skemmtilegt að leggja hana á skeið,“ segir Svala Björk. Hún segist alltaf vera mjög ánægð með Viðju, sem hún á, ásamt frænku sinni. „Já, hún er mjög góð og hún gerir allt sem ég segi henni að gera.“ Svala Björk gerir stundum sirkusatriði á Viðju en þá stendur hún upp á hnakknum á baki og gerir allskonar listir. „Ég ætla að vera hestakona þegar ég er orðin stór, ég er svona dugleg því ég er alltaf á hestbaki en það er það skemmtilegasta, sem ég geri“, segir þessi skemmtilega og efnilega hestastelpa. Vinkonurnar, Svala Björk og Viðja, sem eiga sínar gæðastundir saman nokkrum sinnum í viku í reiðhöllinni á Grænhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ölfus Hestar Krakkar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira