Sara Björk og Berglind Björg á skotskónum í Frakklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 22:00 Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt fimm marka Lyon í kvöld. VÍSIR/GETTY Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Úrslit liða þeirra voru þó ekki þau sömu. Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon unnu stórsigur á Montpellier á útivelli þar sem Sara Björk skoraði fjórða mark liðsins. Berglind Björg skoraði hins vegar eina mark Le Havré í 2-1 tapi gegn Guingamp á útivelli. Lyon eru óstöðvandi þessa stundina og enn með fullt hús stiga þegar sjö umferðum er lokið. Eftir 5-0 sigur kvöldsins hefur liðið skorað 23 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Sigur kvöldsins var í þægilegri kantinum en Dzsenifer Marozsán meisturunum yfir á 4. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar hafði Amanda Henry tvöfaldað forystuna og þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar var staðan orðin 3-0 þökk sé marki markadrottningarinnar Eugénie Le Sommer. 72' GGGOOOOOAAAALLL ! Suite à un corner joué à deux, @sarabjork18 récupère un ballon qui traîne dans la surface et enchaîne pour tromper Perrault !0-4 #MHSCOL pic.twitter.com/aHMVnKAwHl— OL Féminin (@OLfeminin) October 31, 2020 Staðan orðin 3-0 og þannig var hún allt fram á 72. mínútu þegar Sara Björk þandi netmöskvana. Í uppbótartíma leiksins bætti Kadeisha Buchanan svo við fimmta marki liðsins og lokatölur því 5-0 meisturunum í vil. Sara lék allan leikinn á miðri miðju Lyon. Berglind Björg, Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur í Le Havré máttu þola svekkjandi tap í dag. Faustine Robert kom Guingamp yfir strax á 2. mínútu en Berglind jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. C'est la pause ici à Guingamp, où le HAC tient tête aux Bretonnes. But inscrit pour les locales dès la 2e minute par Robert, égalisation dans la foulée de @berglindbjorg10 #EAGHAC 1-1 pic.twitter.com/8CsWRRc3jg— HAC Féminines (@hacfem) October 31, 2020 Staðan orðin 1-1 og stefndi í að það yrði lokatölur en Sarah Cambot tryggði Guingamp 2-1 sigur með marki þegar níu mínútur voru til leiksloka. Tap dagsins þýðir að Le Havré er nú á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig þegar sjö umferðum er lokið. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Úrslit liða þeirra voru þó ekki þau sömu. Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon unnu stórsigur á Montpellier á útivelli þar sem Sara Björk skoraði fjórða mark liðsins. Berglind Björg skoraði hins vegar eina mark Le Havré í 2-1 tapi gegn Guingamp á útivelli. Lyon eru óstöðvandi þessa stundina og enn með fullt hús stiga þegar sjö umferðum er lokið. Eftir 5-0 sigur kvöldsins hefur liðið skorað 23 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Sigur kvöldsins var í þægilegri kantinum en Dzsenifer Marozsán meisturunum yfir á 4. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar hafði Amanda Henry tvöfaldað forystuna og þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar var staðan orðin 3-0 þökk sé marki markadrottningarinnar Eugénie Le Sommer. 72' GGGOOOOOAAAALLL ! Suite à un corner joué à deux, @sarabjork18 récupère un ballon qui traîne dans la surface et enchaîne pour tromper Perrault !0-4 #MHSCOL pic.twitter.com/aHMVnKAwHl— OL Féminin (@OLfeminin) October 31, 2020 Staðan orðin 3-0 og þannig var hún allt fram á 72. mínútu þegar Sara Björk þandi netmöskvana. Í uppbótartíma leiksins bætti Kadeisha Buchanan svo við fimmta marki liðsins og lokatölur því 5-0 meisturunum í vil. Sara lék allan leikinn á miðri miðju Lyon. Berglind Björg, Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur í Le Havré máttu þola svekkjandi tap í dag. Faustine Robert kom Guingamp yfir strax á 2. mínútu en Berglind jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. C'est la pause ici à Guingamp, où le HAC tient tête aux Bretonnes. But inscrit pour les locales dès la 2e minute par Robert, égalisation dans la foulée de @berglindbjorg10 #EAGHAC 1-1 pic.twitter.com/8CsWRRc3jg— HAC Féminines (@hacfem) October 31, 2020 Staðan orðin 1-1 og stefndi í að það yrði lokatölur en Sarah Cambot tryggði Guingamp 2-1 sigur með marki þegar níu mínútur voru til leiksloka. Tap dagsins þýðir að Le Havré er nú á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig þegar sjö umferðum er lokið.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira