Krefjast afturköllunar leyfa: Segja velferð spilafíkla „fórnað á altari hagsmunagæslu“ Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 19:58 Spilasölum er gert að loka í nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir. Þó var ekki kveðið sérstaklega á um spilakassa líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Vísir/Vilhelm Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa óskað eftir útskýringum frá heilbrigðisráðherra varðandi hvers vegna lokun spilakassa var ekki tekin upp í reglugerð um hertar samkomutakmarkanir. Sóttvarnalæknir hafði lagt það til í minnisblaði sínu að þeim yrði lokað. Í þeirri reglugerð sem tók gildi á miðnætti segir í 5. gr. að skemmtistöðum, krám og spilasölum skuli vera lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Það var einnig lagt til í minnisblaði sóttvarnalæknis, en spilakassar voru þó einnig með í upptalningu hans ólíkt því sem er í reglugerðinni. Skemmtistöðum og krám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og spilasölum skal lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar og fylgja ákvæðum 3. og 4. gr. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00. „Afleiðingar þessa eru að Íslandsspil sf. hafa spilakassa sína opna. Þrátt fyrir að spilakassar þeirra eru staðsettir í spilasölum. Varla er það hlutverk heilbrigðisráðherra að gæta fjárhagslegra hagsmuna einstakra rekstraraðila umfram aðra, á kostnað lýðheilsu almennings í landinu,“ segir í bréfi samtakanna til heilbrigðisráðherra, en það var einnig sent til forsætis- og dómsmálaráðherra. Samtökin gagnrýndu harðlega að spilakössum var ekki lokað í fyrri reglugerð. Samtökin kalla eftir upplýsingum um „hver sé hin brýna þörf sem knýr heilbrigðisráðherra til að fara gegn tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum“ og hafa einnig óskað eftir afriti af öllum erindum sem kunna að hafa borist ráðuneytum varðandi spilakassa í tengslum við sóttvarnir. Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.Vísir Vilja að rekstrarleyfi verði afturkölluð „Samtök áhugafólks um spilafíkn fordæma að lýðheilsu og velferð svo viðkvæms hóps, sem spilafíklar eru, sem og lýðheilsu alls almennings, sé fórnað á altari hagsmunagæslu eigenda og rekstraraðila spilakassa Íslandsspila; Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ,“ segir í bréfinu. Samtökin biðla jafnframt til heilbrigðisráðherra að hann beiti sér fyrir því að leyfi til reksturs spilakassa verði afturkölluð án tafar. „Á undanförnum mánuðum hefur berlega komið í ljós að umrædd "góðgerðasamtök" eru ekki verðug slíkra leyfa.“ Þau segja framkomu og starfshætti rekstraraðila benda til þess að þeim sé ekki treystandi til að halda úti svo viðkvæmri starfsemi. „Ekkert í þeirra framkomu og starfsháttum gefur tilefni til að halda að þeim sé treystandi til að halda úti jafn umdeildri og viðkvæmri starfsemi, þar sem líf og velferð einstaklinga sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi er lagt að veði.“ Samkomubann á Íslandi Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. 13. október 2020 14:32 Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. 9. október 2020 21:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa óskað eftir útskýringum frá heilbrigðisráðherra varðandi hvers vegna lokun spilakassa var ekki tekin upp í reglugerð um hertar samkomutakmarkanir. Sóttvarnalæknir hafði lagt það til í minnisblaði sínu að þeim yrði lokað. Í þeirri reglugerð sem tók gildi á miðnætti segir í 5. gr. að skemmtistöðum, krám og spilasölum skuli vera lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Það var einnig lagt til í minnisblaði sóttvarnalæknis, en spilakassar voru þó einnig með í upptalningu hans ólíkt því sem er í reglugerðinni. Skemmtistöðum og krám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og spilasölum skal lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar og fylgja ákvæðum 3. og 4. gr. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00. „Afleiðingar þessa eru að Íslandsspil sf. hafa spilakassa sína opna. Þrátt fyrir að spilakassar þeirra eru staðsettir í spilasölum. Varla er það hlutverk heilbrigðisráðherra að gæta fjárhagslegra hagsmuna einstakra rekstraraðila umfram aðra, á kostnað lýðheilsu almennings í landinu,“ segir í bréfi samtakanna til heilbrigðisráðherra, en það var einnig sent til forsætis- og dómsmálaráðherra. Samtökin gagnrýndu harðlega að spilakössum var ekki lokað í fyrri reglugerð. Samtökin kalla eftir upplýsingum um „hver sé hin brýna þörf sem knýr heilbrigðisráðherra til að fara gegn tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum“ og hafa einnig óskað eftir afriti af öllum erindum sem kunna að hafa borist ráðuneytum varðandi spilakassa í tengslum við sóttvarnir. Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.Vísir Vilja að rekstrarleyfi verði afturkölluð „Samtök áhugafólks um spilafíkn fordæma að lýðheilsu og velferð svo viðkvæms hóps, sem spilafíklar eru, sem og lýðheilsu alls almennings, sé fórnað á altari hagsmunagæslu eigenda og rekstraraðila spilakassa Íslandsspila; Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ,“ segir í bréfinu. Samtökin biðla jafnframt til heilbrigðisráðherra að hann beiti sér fyrir því að leyfi til reksturs spilakassa verði afturkölluð án tafar. „Á undanförnum mánuðum hefur berlega komið í ljós að umrædd "góðgerðasamtök" eru ekki verðug slíkra leyfa.“ Þau segja framkomu og starfshætti rekstraraðila benda til þess að þeim sé ekki treystandi til að halda úti svo viðkvæmri starfsemi. „Ekkert í þeirra framkomu og starfsháttum gefur tilefni til að halda að þeim sé treystandi til að halda úti jafn umdeildri og viðkvæmri starfsemi, þar sem líf og velferð einstaklinga sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi er lagt að veði.“
Skemmtistöðum og krám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og spilasölum skal lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar og fylgja ákvæðum 3. og 4. gr. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00.
Samkomubann á Íslandi Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. 13. október 2020 14:32 Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. 9. október 2020 21:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. 13. október 2020 14:32
Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. 9. október 2020 21:32