Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 17:50 Valur trónir á toppi Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu nú þegar KSÍ hefur staðfest að keppni verði hætt. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn