Stjörnuútherji gifti sig í frívikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 12:01 Brúðhjónin DJ Chark yngri og Chantelle voru ánægð með daginn. Twitter/@@DJChark82 NFL-deildin er í fullum gangi og við erum í miðjum heimsfaraldri en einn af stjörnuútherjum NFL-deildarinnar nýtti samt sem áður nokkra frídaga hjá sér í vinnunni til að gifta sig. DJ Chark, stjörnuútherji Jacksonville Jaguars, giftist æskuástinni sinni en þau hafa verið saman síðan hann var sautján ára gamall. DJ Chark bað Chantelle í maí síðastliðnum og þau gengu síðan í hjónaband í látlausri athöfn í gær. Chark birti myndir af giftingunni á Twitter reikningi sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Jaguars WR DJ Chark marries his college sweetheart. Nice way to spend a bye week. https://t.co/HNJDxoHcIm— Ian Rapoport (@RapSheet) October 28, 2020 Leikjadagskrá NFL-deildarinnar er sett þannig upp að liðin spila einu sinni í hverri viku frá byrjun september fram til loka desember fyrir utan eina fríviku. Frívikan kemur á mismunandi tímum fyrir liðin og lið Jacksonville Jaguars er einmitt í fríi í þessari viku sem er áttunda vika tímabilsins. Jacksonville Jaguars spilaði í Los Abgeles á sunnudaginn var og næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á heimavelli á móti Houston Texans 8. nóvember næstkomandi. DJ Chark er 24 ára gamall og hefur spilað með Jaguars liðinu síðan 2018. Félagið valdi hann númer 61 í nýliðavalinu 2018 og hann hefur staðið sig mjög vel hjá liðinu. Chark yngri eins og hann kallar sig skoraði átta snertimörk í fyrra og er kominn með þrjú á þessu tímabili. Chark náði reyndar aðeins að grípa eina af sjö sendingum í síðasta leik og spurning hvort hann hafi verið eitthvað kominn með hugann við brúðkaupið. NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
NFL-deildin er í fullum gangi og við erum í miðjum heimsfaraldri en einn af stjörnuútherjum NFL-deildarinnar nýtti samt sem áður nokkra frídaga hjá sér í vinnunni til að gifta sig. DJ Chark, stjörnuútherji Jacksonville Jaguars, giftist æskuástinni sinni en þau hafa verið saman síðan hann var sautján ára gamall. DJ Chark bað Chantelle í maí síðastliðnum og þau gengu síðan í hjónaband í látlausri athöfn í gær. Chark birti myndir af giftingunni á Twitter reikningi sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Jaguars WR DJ Chark marries his college sweetheart. Nice way to spend a bye week. https://t.co/HNJDxoHcIm— Ian Rapoport (@RapSheet) October 28, 2020 Leikjadagskrá NFL-deildarinnar er sett þannig upp að liðin spila einu sinni í hverri viku frá byrjun september fram til loka desember fyrir utan eina fríviku. Frívikan kemur á mismunandi tímum fyrir liðin og lið Jacksonville Jaguars er einmitt í fríi í þessari viku sem er áttunda vika tímabilsins. Jacksonville Jaguars spilaði í Los Abgeles á sunnudaginn var og næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á heimavelli á móti Houston Texans 8. nóvember næstkomandi. DJ Chark er 24 ára gamall og hefur spilað með Jaguars liðinu síðan 2018. Félagið valdi hann númer 61 í nýliðavalinu 2018 og hann hefur staðið sig mjög vel hjá liðinu. Chark yngri eins og hann kallar sig skoraði átta snertimörk í fyrra og er kominn með þrjú á þessu tímabili. Chark náði reyndar aðeins að grípa eina af sjö sendingum í síðasta leik og spurning hvort hann hafi verið eitthvað kominn með hugann við brúðkaupið.
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira