Guðlaugur Victor skoraði í jafntefli | Bjarki Steinn og Emil duttu úr bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:35 Guðlaugur Victor kom sínum mönnum yfir í kvöld en það dugði því miður ekki til sigurs. Darmstadt Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt stig í þýsku B-deildinni. Þá féllu Bjarki Steinn Bjarkason og Emil Hallfreðsson úr leik með liðum sínum í ítalska bikarnum. Guðlaugur Victor kom Darmstadt á bragðið eftir hálftímaleik á útivelli er liðið mætti Osnabrück í þýsku B-deildinni. Var Darmstadt 1-0 yfir allt fram á 78. mínútu leiksins er heimamenn jöfnuðu metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 31 - GOALLLLLLLA corner isn t cleared and it drops for #Palsson who smashes it home. 0-1 #OSNSVD #sv98 pic.twitter.com/AvfX0TIYpD— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) October 28, 2020 Stigið gerir lítið fyrir Darmstadt sem er í 11. sæti þegar fimm umferðir eru búnar. Var þetta þriðja jafntefli liðsins en liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa ásamt því að tapa einum. Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia sem mætti úrvalsdeildarliði Hellas Verona í ítalska bikarnum en Venezia leikur í B-deildinni þar í landi. Verona komst í 2-0 en Bjarki Steinn og félagar náðu að jafna metin á síðustu tíu mínútum leiksins. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar komst Venezia yfir en heimamenn í Verona jöfnuðu skömmu síðar. Staðan 3-3 að lokinni framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Verona sterkari og eru því komnir áfram í næstu umferð. Bjarki Steinn átti gott skot í upphafi síðari hálfleiks en náði því miður ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. So close. Bjarkason hits a bullet that seems destined for the back of the net, but Verona s 19-year-old keeper Ivor Pandur steps up with a spectacular save.52 | Verona-Venezia | 1-0Coppa Italia Third Round— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) October 28, 2020 Þá fékk Emil Hallfreðsson gult spjald er lið hans – C-deildarlið Padova – tapaði fyrir efstu deildarliði Fiorentina í ítalska bikarnum í kvöld, lokatölur 2-1. Þó komst Brescia, lið Birkis Bjarnasonar og Hólmberts Aron Friðjónssonar, áfram eftir 3-0 sigur á Perugia. Hvorugur Íslendingurinn var með liðinu í kvöld. Fótbolti Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt stig í þýsku B-deildinni. Þá féllu Bjarki Steinn Bjarkason og Emil Hallfreðsson úr leik með liðum sínum í ítalska bikarnum. Guðlaugur Victor kom Darmstadt á bragðið eftir hálftímaleik á útivelli er liðið mætti Osnabrück í þýsku B-deildinni. Var Darmstadt 1-0 yfir allt fram á 78. mínútu leiksins er heimamenn jöfnuðu metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 31 - GOALLLLLLLA corner isn t cleared and it drops for #Palsson who smashes it home. 0-1 #OSNSVD #sv98 pic.twitter.com/AvfX0TIYpD— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) October 28, 2020 Stigið gerir lítið fyrir Darmstadt sem er í 11. sæti þegar fimm umferðir eru búnar. Var þetta þriðja jafntefli liðsins en liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa ásamt því að tapa einum. Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia sem mætti úrvalsdeildarliði Hellas Verona í ítalska bikarnum en Venezia leikur í B-deildinni þar í landi. Verona komst í 2-0 en Bjarki Steinn og félagar náðu að jafna metin á síðustu tíu mínútum leiksins. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar komst Venezia yfir en heimamenn í Verona jöfnuðu skömmu síðar. Staðan 3-3 að lokinni framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Verona sterkari og eru því komnir áfram í næstu umferð. Bjarki Steinn átti gott skot í upphafi síðari hálfleiks en náði því miður ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. So close. Bjarkason hits a bullet that seems destined for the back of the net, but Verona s 19-year-old keeper Ivor Pandur steps up with a spectacular save.52 | Verona-Venezia | 1-0Coppa Italia Third Round— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) October 28, 2020 Þá fékk Emil Hallfreðsson gult spjald er lið hans – C-deildarlið Padova – tapaði fyrir efstu deildarliði Fiorentina í ítalska bikarnum í kvöld, lokatölur 2-1. Þó komst Brescia, lið Birkis Bjarnasonar og Hólmberts Aron Friðjónssonar, áfram eftir 3-0 sigur á Perugia. Hvorugur Íslendingurinn var með liðinu í kvöld.
Fótbolti Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira