Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Kolbeinn Tumi Daðason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. október 2020 19:31 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg. Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg.
Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00