Manchester United er draumaklúbbur Ísaks en ekki Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 11:01 Ísak Bergmann Jóhannesson er orðin andlit Norrköping liðsns og er hér að auglýsa keppnistreyju liðsins á Instagram síðu félagsins. Instagram/@ifknorrkoping Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinn í viðtal hjá sænska blaðinu Expressen eftir síðasta leik Norrköping en á leikinn mætti njósnari frá ensku meisturunum í Liverpool. Ísak Bergmann Jóhannesson er þegar orðinn lykilmaður í liði Norrköping og í íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um áhuga stóru liðanna í Evrópu á íslenska miðjumanninum og hafa félög eins og Manchester United, Juventus og Liverpool verið nefnd til sögunnar. Expressen hefur fjallað mikið um áhugann á Ísaki og sagði meðal annars frá njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping. Blaðamaður Express gekk líka á Ísak eftir leikinn og ræddi stöðu mála. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 „Það voru stórir klúbbar mættir hingað til að horfa á þig,“ sagði Anel Avdic, blaðamaður Expressen við Ísak eftir leikinn. „Já, hverjir,“ spurði Ísak til baka. „Liverpool en líka fleiri,“ svaraði Avdic. „Það er mjög skemmtilegt en eins og ég hef sagt áður þá er ég bara að einbeita mér að því að tryggja Norrköping sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Ísak. Anel Avdic gafst ekki alveg upp og spurði Ísak út í draumaklúbbinn hans í Evrópu. „Manchester United. Svo er IFK Norrköping líka draumaklúbburinn minn. Ég bjó í Manchester þegar ég var barn og horfði á marga leiki þar,“ sagði Ísak. Ísak er fæddur árið 2003 en Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans spilaði sem atvinnumaður með Burnley á árunum 2007 til 2010 og svo með Huddersfield Town frá 2010 til 2012. Bæði Burnley og Huddersfield eru rétt hjá Manchester. „Svo þú ætlar ekki að fara til Liverpool,“ skaut Anel Avdic á hann. „Haha, ég segi ekki neitt um það. Þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær,“ sagði Ísak en sér hann fyrir sér að fara frá Norrköping í vetur. „Þú færð bara leiðinlegt svar en ég er bara að einbeita mér að Norrköping. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum að ná Evrópusætinu,“ sagði Ísak. View this post on Instagram Nyhet hos oss! Matchtröja 2020 replica. Finns att köpa i IFK-butiken och på ifkshop.se. #ifknorrköping A post shared by IFK Norrköping (@ifknorrkoping) on Jun 29, 2020 at 11:28pm PDT Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinn í viðtal hjá sænska blaðinu Expressen eftir síðasta leik Norrköping en á leikinn mætti njósnari frá ensku meisturunum í Liverpool. Ísak Bergmann Jóhannesson er þegar orðinn lykilmaður í liði Norrköping og í íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um áhuga stóru liðanna í Evrópu á íslenska miðjumanninum og hafa félög eins og Manchester United, Juventus og Liverpool verið nefnd til sögunnar. Expressen hefur fjallað mikið um áhugann á Ísaki og sagði meðal annars frá njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping. Blaðamaður Express gekk líka á Ísak eftir leikinn og ræddi stöðu mála. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 „Það voru stórir klúbbar mættir hingað til að horfa á þig,“ sagði Anel Avdic, blaðamaður Expressen við Ísak eftir leikinn. „Já, hverjir,“ spurði Ísak til baka. „Liverpool en líka fleiri,“ svaraði Avdic. „Það er mjög skemmtilegt en eins og ég hef sagt áður þá er ég bara að einbeita mér að því að tryggja Norrköping sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Ísak. Anel Avdic gafst ekki alveg upp og spurði Ísak út í draumaklúbbinn hans í Evrópu. „Manchester United. Svo er IFK Norrköping líka draumaklúbburinn minn. Ég bjó í Manchester þegar ég var barn og horfði á marga leiki þar,“ sagði Ísak. Ísak er fæddur árið 2003 en Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans spilaði sem atvinnumaður með Burnley á árunum 2007 til 2010 og svo með Huddersfield Town frá 2010 til 2012. Bæði Burnley og Huddersfield eru rétt hjá Manchester. „Svo þú ætlar ekki að fara til Liverpool,“ skaut Anel Avdic á hann. „Haha, ég segi ekki neitt um það. Þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær,“ sagði Ísak en sér hann fyrir sér að fara frá Norrköping í vetur. „Þú færð bara leiðinlegt svar en ég er bara að einbeita mér að Norrköping. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum að ná Evrópusætinu,“ sagði Ísak. View this post on Instagram Nyhet hos oss! Matchtröja 2020 replica. Finns att köpa i IFK-butiken och på ifkshop.se. #ifknorrköping A post shared by IFK Norrköping (@ifknorrkoping) on Jun 29, 2020 at 11:28pm PDT
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira