Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Margrét Helga Erlingsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. október 2020 12:06 Ekki er búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti. Vísir/Vilhelm Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Um helgina var greint frá því á óvæntum blaðamannafundi að búið væri að færa Landspítalann yfir á neyðarstig vegna covid-19, í fyrsta skiptið í faraldrinum. Ástæðan fyrir því væri hópsýking sem uppgötvaðist á Landakoti síðasta fimmtudag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans hefur sagt að það hafi gerst sem hann hafi óttast mest; sýkingin hafi náð til viðkvæmasta hópsins. Í gær var greint frá því að 79 hefðu smitast í tengslum við sýkinguna á Landakoti. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði að ekki væri búið að ná utan um hópsýkinguna. Hann var spurður út í stöðuna á Landakoti í dag. „Þetta verður erfiðara eftir því sem frá líður en okkur sýnist á þeim tölum sem komu í gær að það séu um tíu ný tilfelli sem tengjast Landakoti. Það eru heldur færri en undanfarna daga en við búumst við því að tölur fari lækkandi.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Telur málið á misskilningi byggt Þórólfur var spurður í hvaða farveg hann teldi farsælast að málið færi í. Hann sagðist telja málið vera byggt á misskilningi. „Mér sýnist þetta geta byggst á því að ég heyrði forstjóra Landspítalans segja í gær að athugun þeirra myndi hugsanlega geta leitt til tilkynningar annað hvort til sóttvarnalæknis eða landlæknis, eins og hann orðaði það og ég veit ekki betur en að aðstoðarmaður Landlæknis hafi svarað því á þann hátt að það yrði bara tekið til athugunar og síðan held ég að menn hafi kannski tekið því þannig að Landlæknir sjálfur hafi ætlað að kanna þetta mál. Ég held þetta sé misskilningur um að menn hafi bara ekki vitað hver var búinn að segja hvað,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Um helgina var greint frá því á óvæntum blaðamannafundi að búið væri að færa Landspítalann yfir á neyðarstig vegna covid-19, í fyrsta skiptið í faraldrinum. Ástæðan fyrir því væri hópsýking sem uppgötvaðist á Landakoti síðasta fimmtudag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans hefur sagt að það hafi gerst sem hann hafi óttast mest; sýkingin hafi náð til viðkvæmasta hópsins. Í gær var greint frá því að 79 hefðu smitast í tengslum við sýkinguna á Landakoti. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði að ekki væri búið að ná utan um hópsýkinguna. Hann var spurður út í stöðuna á Landakoti í dag. „Þetta verður erfiðara eftir því sem frá líður en okkur sýnist á þeim tölum sem komu í gær að það séu um tíu ný tilfelli sem tengjast Landakoti. Það eru heldur færri en undanfarna daga en við búumst við því að tölur fari lækkandi.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Telur málið á misskilningi byggt Þórólfur var spurður í hvaða farveg hann teldi farsælast að málið færi í. Hann sagðist telja málið vera byggt á misskilningi. „Mér sýnist þetta geta byggst á því að ég heyrði forstjóra Landspítalans segja í gær að athugun þeirra myndi hugsanlega geta leitt til tilkynningar annað hvort til sóttvarnalæknis eða landlæknis, eins og hann orðaði það og ég veit ekki betur en að aðstoðarmaður Landlæknis hafi svarað því á þann hátt að það yrði bara tekið til athugunar og síðan held ég að menn hafi kannski tekið því þannig að Landlæknir sjálfur hafi ætlað að kanna þetta mál. Ég held þetta sé misskilningur um að menn hafi bara ekki vitað hver var búinn að segja hvað,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38
„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54
Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00