Roma fyrsta liðið til að taka stig af Zlatan og félögum á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 21:50 Úr leik kvöldsins. Marco Luzzani/Getty Images AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira