Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2020 20:34 Joe Gomez og Jón Daði Böðvarsson í leik á Laugardalsvelli á dögunum. VÍSIR/GETTY Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir barnsins, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi þar sem hún lýsti grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Ekki stóð á viðbrögðunum en Jón Daði, leikmaður Millwall í ensku B-deildinni, er einn af þeim sem tjáði sig undir færslu Sigríðar á Facebook. #Fokkeinelti ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já allir viðstaddir (10-11 ára bekkjarfélagar) sögðust...Posted by Sigríður Elín Ásmundsdóttir on Thursday, October 22, 2020 „Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir,“ skrifaði Jón Daði. „Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illum nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér.“ Framherjinn skrifaði drengnum ekki aðeins hvatningarorð heldur gaf hann honum einnig góð ráð. Þá segir hann að strákunum í landsliðinu þyki hann flottur og að hann sé hæfileikaríkur og flottur gæi. „Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppinautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir.“ „Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu,“ sagði Jón Daði enn fremur en færslu hans í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttastofa reyndi að ná tali af skólastjórnendum við Sjálandsskóla. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu skólans að stjórnendur væru á fundi hjá sveitarfélaginu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum Sjálandsskóla og stjórnendum á fræðslusviði Garðabæjar er fullyrt að einelti sé tekið alvarlega og lögð áhersla á að leysa slík mál. Skólinn geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Færsla Jóns Daða í heild sinni: Hæ Ólíver. Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir 😉 Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illu nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér. Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppnisnautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir. Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu 👏🏻 Og haltu áfram að æfa þig í boltanum og vera duglegur. Fyrir þig ❤️ Þinn félagi Jón Daði Böðvarsson Garðabær Fótbolti Börn og uppeldi Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir barnsins, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi þar sem hún lýsti grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Ekki stóð á viðbrögðunum en Jón Daði, leikmaður Millwall í ensku B-deildinni, er einn af þeim sem tjáði sig undir færslu Sigríðar á Facebook. #Fokkeinelti ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já allir viðstaddir (10-11 ára bekkjarfélagar) sögðust...Posted by Sigríður Elín Ásmundsdóttir on Thursday, October 22, 2020 „Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir,“ skrifaði Jón Daði. „Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illum nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér.“ Framherjinn skrifaði drengnum ekki aðeins hvatningarorð heldur gaf hann honum einnig góð ráð. Þá segir hann að strákunum í landsliðinu þyki hann flottur og að hann sé hæfileikaríkur og flottur gæi. „Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppinautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir.“ „Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu,“ sagði Jón Daði enn fremur en færslu hans í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttastofa reyndi að ná tali af skólastjórnendum við Sjálandsskóla. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu skólans að stjórnendur væru á fundi hjá sveitarfélaginu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum Sjálandsskóla og stjórnendum á fræðslusviði Garðabæjar er fullyrt að einelti sé tekið alvarlega og lögð áhersla á að leysa slík mál. Skólinn geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Færsla Jóns Daða í heild sinni: Hæ Ólíver. Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir 😉 Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illu nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér. Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppnisnautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir. Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu 👏🏻 Og haltu áfram að æfa þig í boltanum og vera duglegur. Fyrir þig ❤️ Þinn félagi Jón Daði Böðvarsson
Garðabær Fótbolti Börn og uppeldi Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira