James ekki með Everton um helgina eftir tæklingu Vans Dijk Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2020 07:00 James liggur óvígur eftir í leiknum um helgina þar sem hart var barist. Peter Byrne - Pool/Getty Images James Rodriguez verður væntanlega ekki í leikmannahópi Everton er liðið mætir Southampton um helgina í enska boltanum. Rodriguez meiddist í grannaslagnum gegn Liverpool um helgina en hann var ekki sá eini sem meiddist í leiknum þar sem hart var barist. Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita meiddist Virgil van Dijk einnig í leiknum eftir tæklingu Jordan Pickford en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við þá tæklingu. „Því miður átti James í vandræðum í leiknum. Hann lenti í tæklingu við Van Dijk í byrjun leiksins og ég held að hann verði ekki klár fyrir leikinn gegn Southampton,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton í dag. „Til að taka það fram þá erum við mjög leiðir yfir meiðslum Virgil van Dijk. Allir hér vona að hann nái sér sem fyrst.“ „Það var þessi árekstur við Pickford og Pickford kom of seint. Staðreyndin er hins vegar sú að enska úrvalsdeildin er mjög hröð og það er ekki erfitt að koma of seint.“ „Hann var ekki að reyna meiða Van Dijk og hann veit að Jordan er leiður yfir þessu,“ sagði sá Ítalski. Meiðsli James gætu þó gefið Gylfa Sigurðssyni möguleika á að koma inn í byrjunarlið Everton en Gylfi hefur spilað vel er hann hefur fengið tækifæri á þessari leiktíð. Carlo Ancelotti has confirmed James Rodiguez is out injured after the clash with Virgil van Dijk... https://t.co/fJEc0ilArH— SPORTbible (@sportbible) October 22, 2020 Tengdar fréttir Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 VAR-dómarinn í Bítlaborgarslagnum fær ekki að dæma um næstu helgi David Coote, sem er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, fær ekki að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. 20. október 2020 15:00 Pickford sleppur við refsingu fyrir tæklinguna á Van Dijk Enski landsliðsmarkvörðurinn sleppur við refsingu fyrir að tækla Virgil van Dijk í Bítlaborgarslagnum um helgina. 19. október 2020 12:01 Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Mark Clattenburg segir það hafa verið rétt hjá VAR að dæma Sadio Mané rangstæðan um helgina en að hann hefði viljað sjá dómara leiksins skoða aftur brotið hjá markverði Everton. Brotið endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk. 19. október 2020 09:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
James Rodriguez verður væntanlega ekki í leikmannahópi Everton er liðið mætir Southampton um helgina í enska boltanum. Rodriguez meiddist í grannaslagnum gegn Liverpool um helgina en hann var ekki sá eini sem meiddist í leiknum þar sem hart var barist. Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita meiddist Virgil van Dijk einnig í leiknum eftir tæklingu Jordan Pickford en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við þá tæklingu. „Því miður átti James í vandræðum í leiknum. Hann lenti í tæklingu við Van Dijk í byrjun leiksins og ég held að hann verði ekki klár fyrir leikinn gegn Southampton,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton í dag. „Til að taka það fram þá erum við mjög leiðir yfir meiðslum Virgil van Dijk. Allir hér vona að hann nái sér sem fyrst.“ „Það var þessi árekstur við Pickford og Pickford kom of seint. Staðreyndin er hins vegar sú að enska úrvalsdeildin er mjög hröð og það er ekki erfitt að koma of seint.“ „Hann var ekki að reyna meiða Van Dijk og hann veit að Jordan er leiður yfir þessu,“ sagði sá Ítalski. Meiðsli James gætu þó gefið Gylfa Sigurðssyni möguleika á að koma inn í byrjunarlið Everton en Gylfi hefur spilað vel er hann hefur fengið tækifæri á þessari leiktíð. Carlo Ancelotti has confirmed James Rodiguez is out injured after the clash with Virgil van Dijk... https://t.co/fJEc0ilArH— SPORTbible (@sportbible) October 22, 2020
Tengdar fréttir Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 VAR-dómarinn í Bítlaborgarslagnum fær ekki að dæma um næstu helgi David Coote, sem er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, fær ekki að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. 20. október 2020 15:00 Pickford sleppur við refsingu fyrir tæklinguna á Van Dijk Enski landsliðsmarkvörðurinn sleppur við refsingu fyrir að tækla Virgil van Dijk í Bítlaborgarslagnum um helgina. 19. október 2020 12:01 Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Mark Clattenburg segir það hafa verið rétt hjá VAR að dæma Sadio Mané rangstæðan um helgina en að hann hefði viljað sjá dómara leiksins skoða aftur brotið hjá markverði Everton. Brotið endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk. 19. október 2020 09:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31
VAR-dómarinn í Bítlaborgarslagnum fær ekki að dæma um næstu helgi David Coote, sem er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, fær ekki að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. 20. október 2020 15:00
Pickford sleppur við refsingu fyrir tæklinguna á Van Dijk Enski landsliðsmarkvörðurinn sleppur við refsingu fyrir að tækla Virgil van Dijk í Bítlaborgarslagnum um helgina. 19. október 2020 12:01
Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Mark Clattenburg segir það hafa verið rétt hjá VAR að dæma Sadio Mané rangstæðan um helgina en að hann hefði viljað sjá dómara leiksins skoða aftur brotið hjá markverði Everton. Brotið endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk. 19. október 2020 09:31
Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19