Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 22:43 Hreyfiarmur Osiris-Rex þegar hann snerti yfirborð Bennu í gærkvöldi. NASA/AP Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. Osiris-Rex smokraði sér upp að yfirborði Bennu í Næturgalagígnum á ellefta tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hreyfiarmur þess þrýsti út köfnunarefnisgasi sem þyrlaði efni upp af yfirborðinu og safnaði því. Alls tók sýnatakan aðeins tíu sekúndur, að sögn Space.com. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti myndskeið af arminum þegar hann þyrlaði jarðveginum upp í dag. Bennu og Osiris-Rex eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, utan við sporbraut jarðarinnar og handan við sólina. Well, I definitely touched down on Bennu!Preliminary data show the sampling head touched Bennu s surface for approximately 6 seconds, within 3 feet (1 meter) of the targeted location. #ToBennuAndBackMore details: https://t.co/4rBrB27FEZ pic.twitter.com/LjDQICmxJM— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 21, 2020 Markmið leiðangursins er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af jarðvegi en vísindamennirnir sem standa að honum telja sig geta náð allt að kílói. Það gæti tekið tíu daga að komast að því hversu miklu Osiris-Rex náði að safna í gær. Ætlunin er að senda sýnin aftur til jarðar með hylki þegar geimfarið flýgur fram hjá jörðinni í september árið 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar nær í sýni frá smástirni úti í sólkerfinu okkar en japönsku geimförin Hayabusa 1 og 2 voru þau fyrstu til að vinna það afrek. Evrópska geimstofnunin ESA lenti lendingarfarini Philae á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko árið 2014. Talið er að Bennu, sem er aðeins stærra en fjallið Keilir, sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir allt að milljarða ári. Þannig er líklegt að í Bennu sé að finna leifar af efni frá árdögum sólkerfisins okkar. Hafi Osiris-Rex ekki veitt fylli sína af jarðvegi í gær er enn möguleiki á tveimur tilraunum til viðbótar. Hafi allt gengið sem skyldi yfirgefur geimfarið Bennu í mars. Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. Osiris-Rex smokraði sér upp að yfirborði Bennu í Næturgalagígnum á ellefta tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hreyfiarmur þess þrýsti út köfnunarefnisgasi sem þyrlaði efni upp af yfirborðinu og safnaði því. Alls tók sýnatakan aðeins tíu sekúndur, að sögn Space.com. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti myndskeið af arminum þegar hann þyrlaði jarðveginum upp í dag. Bennu og Osiris-Rex eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, utan við sporbraut jarðarinnar og handan við sólina. Well, I definitely touched down on Bennu!Preliminary data show the sampling head touched Bennu s surface for approximately 6 seconds, within 3 feet (1 meter) of the targeted location. #ToBennuAndBackMore details: https://t.co/4rBrB27FEZ pic.twitter.com/LjDQICmxJM— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 21, 2020 Markmið leiðangursins er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af jarðvegi en vísindamennirnir sem standa að honum telja sig geta náð allt að kílói. Það gæti tekið tíu daga að komast að því hversu miklu Osiris-Rex náði að safna í gær. Ætlunin er að senda sýnin aftur til jarðar með hylki þegar geimfarið flýgur fram hjá jörðinni í september árið 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar nær í sýni frá smástirni úti í sólkerfinu okkar en japönsku geimförin Hayabusa 1 og 2 voru þau fyrstu til að vinna það afrek. Evrópska geimstofnunin ESA lenti lendingarfarini Philae á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko árið 2014. Talið er að Bennu, sem er aðeins stærra en fjallið Keilir, sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir allt að milljarða ári. Þannig er líklegt að í Bennu sé að finna leifar af efni frá árdögum sólkerfisins okkar. Hafi Osiris-Rex ekki veitt fylli sína af jarðvegi í gær er enn möguleiki á tveimur tilraunum til viðbótar. Hafi allt gengið sem skyldi yfirgefur geimfarið Bennu í mars.
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44