Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 18:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki styðja hatursorðræðu eða merki sem ýti undir hana með nokkrum hætti í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna fánanna sem sáust á klæðnaði lögreglukonu. Vísir/Vilhelm Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru merkin sögð óviðeigandi með öllu og ekki í samræmi við fræðslu, stefnu eða markmið lögreglunnar. Þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu á höfuðborgarsvæðinu vakti mikla athygli þegar hún birtist með frétt á Mbl.is í dag. Á búningi lögreglukonunnar sáust þrír fánar sem virðast sumir hafa skírskotun til erlendra hvítra þjóðernishyggjuhópa og nýnasista. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að hún hafi ekki vitað af mögulega neikvæðri merkingu fánanna og taldi gagnrýni á samfélagsmiðlum ósanngjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir að allsherjar- og menntamálanefnd ræddi við fulltrúa lögreglunnar um kynþáttahyggju innan lögreglunnar og leiðir til að sporna gegn henni í kjölfar fréttanna í dag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú undir kvöld er merkjunum með fánunum lýst sem „óviðeigandi með öllu“. Embættið harmi að hafa valdið fólki særindum og biðjist afsökunar. „Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögreglumönnum embættisins hafi verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki sem séu ekki í samræmi við reglugerð af lögreglubúningum sínum, séu þau til staðar. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að lögreglumenn skiptist gjarnan á fánum af þessu tagi og beri þá undir búningum sínum. Einn fánanna sem sást á lögreglukonunni virtist vera íslensk útgáfa af fána sem bandarískir lögreglumenn hafa notað með slagorði sínu um að „Blá líf skipti máli“. Það slagorð spratt upp sem andsvar gegn hreyfingu blökkumanna sem mótmæla lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju vestanhafs undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Samfélagsmiðlanotendur bentu á í dag að annar fáni sem sást á myndinni, svartur og hvítur kross á grænum grunni, sé þekktur sem Vínlandsfáni. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa tekið þann fána upp þó að hann hafi upphaflega verið hannaður af þungarokkstónlistarmanni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League skilgreina Vínlandsfánann sem haturstákn með þeim fyrirvara að hann sé þó stundum notaður í öðru samhengi, sérstaklega af aðdáendum þungarokkarans. Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru merkin sögð óviðeigandi með öllu og ekki í samræmi við fræðslu, stefnu eða markmið lögreglunnar. Þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu á höfuðborgarsvæðinu vakti mikla athygli þegar hún birtist með frétt á Mbl.is í dag. Á búningi lögreglukonunnar sáust þrír fánar sem virðast sumir hafa skírskotun til erlendra hvítra þjóðernishyggjuhópa og nýnasista. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að hún hafi ekki vitað af mögulega neikvæðri merkingu fánanna og taldi gagnrýni á samfélagsmiðlum ósanngjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir að allsherjar- og menntamálanefnd ræddi við fulltrúa lögreglunnar um kynþáttahyggju innan lögreglunnar og leiðir til að sporna gegn henni í kjölfar fréttanna í dag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú undir kvöld er merkjunum með fánunum lýst sem „óviðeigandi með öllu“. Embættið harmi að hafa valdið fólki særindum og biðjist afsökunar. „Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögreglumönnum embættisins hafi verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki sem séu ekki í samræmi við reglugerð af lögreglubúningum sínum, séu þau til staðar. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að lögreglumenn skiptist gjarnan á fánum af þessu tagi og beri þá undir búningum sínum. Einn fánanna sem sást á lögreglukonunni virtist vera íslensk útgáfa af fána sem bandarískir lögreglumenn hafa notað með slagorði sínu um að „Blá líf skipti máli“. Það slagorð spratt upp sem andsvar gegn hreyfingu blökkumanna sem mótmæla lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju vestanhafs undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Samfélagsmiðlanotendur bentu á í dag að annar fáni sem sást á myndinni, svartur og hvítur kross á grænum grunni, sé þekktur sem Vínlandsfáni. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa tekið þann fána upp þó að hann hafi upphaflega verið hannaður af þungarokkstónlistarmanni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League skilgreina Vínlandsfánann sem haturstákn með þeim fyrirvara að hann sé þó stundum notaður í öðru samhengi, sérstaklega af aðdáendum þungarokkarans.
Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30