Hafnfirðingar leita að hundinum Mola: 150 þúsund króna fundarlaun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2020 11:32 Fjölskylduhundurinn Moli slapp út af pallinum við heimili sitt á mánudag. Hann varð hræddur og hljóp í burtu. Eigendurnir hafa leitað dag og nótt og bjóða 150.000 króna fundarlaun. Myndir úr einkasafni Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira