Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 12:00 Haukur Þrastarson verður heima á Íslandi á næstunni um leið og hann byrjar á löngu ferðalagi sínu aftur inn á handboltavöllinn. Skjámynd/S2 Sport Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira