Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 08:26 Horfur eru á að erlendum ferðamönnum muni fjölga hægar en gert var ráð fyrir í vor. Vísir/Vilhelm Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn. Ein af forsendunum sem bankinn gefur sér er að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót. Almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða muni erlendum ferðamönnum ekki fjölga fyrr en næsta haust. Þannig spáir hagfræðideild bankans 3,4 prósent hagvexti árið 2021 og um 5 prósent árlegum vexti árin 2022 og 2023. Spáin hljóðar upp á að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,8 prósent á þessu ári og hækki í 8,4 prósent árið 2021 en lækki síðan í 5,8 prósent árið 2022 og 4,8 prósent árið 2023. Því er spáð útflutningur dragist saman um tæplega 30 prósent á þessu ári en 88 prósent af þeim samdrætti megi rekja til ferðaþjónustunnar. Á næsta ári er spáð 7,4 prósent vexti sem er mun minni vöxtur en við væntum í vor. Mismunurinn skýrist af því að nú eru horfur á að erlendum ferðamönnum muni fjölga mun hægar en reiknað var með í vor. Árin 2022 og 2023 er hins vegar gert ráð fyrir kröftugum vexti, eða á bilinu 13,1-16,6 prósent, en þá reiknar spáin með að ferðalög hingað til lands aukist stórum. Mikil óvissa ríkir hins vvegar um þróun útflutnings á næstu árum og kemur það að langmestu leyti til vegna mikillar óvissu um þróun ferðalaga í heiminum. Aukning útflutnings frá landinu á spátímabilinu mun fyrst og fremst ráðast af fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands á næstu árum. Aðrir þættir úr þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans • Gert er ráð fyrir að útflutningur á þessu ári minnki um tæplega 30 prósent, að langmestu leyti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. • Einkaneysla dregst saman um 5,5 prósent á árinu sem er mesti samdráttur frá 2009. • Heildarfjármunamyndun dregst saman um rúmlega 10 prósent. • Samneysla og fjárfestingar hins opinbera aukast verulega auk þess sem innflutningur dregst saman um 22 prósent, ekki síst vegna minni ferðalaga Íslendinga erlendis. • Gert er ráð fyrir um hálfri milljón ferðamanna í ár, 650 þúsund erlendum ferðamönnum á næsta ári, 1,3 milljónum árið 2022 og 1,9 milljónum 2023. • Verðbólgan verður lítillega yfir markmiði Seðlabanka Íslands fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári, en verður að meðaltali 3,1 prósent á næsta ári, 2,7 prósent 2022 og 2,6 prósent árið 2023. • Stýrivextir verða óbreyttir í 1 prósent allt næsta ár, hækka í 1,75 prósent árið 2022 og verða 3,5 prósent í lok árs 2023. • Launavísitalan hækkar í takt við kjarasamninga, um 5,8 prósent milli áranna 2019 og 2020. Hún mun svo hækka um 6,1 prósent á árinu 2021, um 5 prósent 2022 og 4 prósent 2023. • Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um 16,9% á þessu ári en fari síðan vaxandi frá og með 2021. • Ekki er gert ráð fyrir að faraldurinn muni hafa teljandi langtímaáhrif á sjávarútveg. • Gert er ráð fyrir að álframleiðsla dragist saman um 5,5 prósent á þessu ári. • Spáð er 16 prósent samdrætti í íbúðafjárfestingu á þessu ári en 2-5 prósent árlegum vexti á árunum 2021-2023. Íbúðaverð hækkar um 4,5 prósent milli ára í ár og vöxturinn verður svo að jafnaði prósent á ári út spátímann. • Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 nálgist samtals 600 milljarða króna. • Þrátt fyrir fall í útflutningi verður lítilsháttar afgangur af viðskiptajöfnuði í ár (+0,1 prósent), minniháttar halli á næsta ári (-0,3 prósent) en vaxandi afgangur árin 2022 (+1,4 prósent) og 2023 (+3,4 prósent). Nálgast má hagspá Landsbankans hér. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn. Ein af forsendunum sem bankinn gefur sér er að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót. Almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða muni erlendum ferðamönnum ekki fjölga fyrr en næsta haust. Þannig spáir hagfræðideild bankans 3,4 prósent hagvexti árið 2021 og um 5 prósent árlegum vexti árin 2022 og 2023. Spáin hljóðar upp á að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,8 prósent á þessu ári og hækki í 8,4 prósent árið 2021 en lækki síðan í 5,8 prósent árið 2022 og 4,8 prósent árið 2023. Því er spáð útflutningur dragist saman um tæplega 30 prósent á þessu ári en 88 prósent af þeim samdrætti megi rekja til ferðaþjónustunnar. Á næsta ári er spáð 7,4 prósent vexti sem er mun minni vöxtur en við væntum í vor. Mismunurinn skýrist af því að nú eru horfur á að erlendum ferðamönnum muni fjölga mun hægar en reiknað var með í vor. Árin 2022 og 2023 er hins vegar gert ráð fyrir kröftugum vexti, eða á bilinu 13,1-16,6 prósent, en þá reiknar spáin með að ferðalög hingað til lands aukist stórum. Mikil óvissa ríkir hins vvegar um þróun útflutnings á næstu árum og kemur það að langmestu leyti til vegna mikillar óvissu um þróun ferðalaga í heiminum. Aukning útflutnings frá landinu á spátímabilinu mun fyrst og fremst ráðast af fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands á næstu árum. Aðrir þættir úr þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans • Gert er ráð fyrir að útflutningur á þessu ári minnki um tæplega 30 prósent, að langmestu leyti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. • Einkaneysla dregst saman um 5,5 prósent á árinu sem er mesti samdráttur frá 2009. • Heildarfjármunamyndun dregst saman um rúmlega 10 prósent. • Samneysla og fjárfestingar hins opinbera aukast verulega auk þess sem innflutningur dregst saman um 22 prósent, ekki síst vegna minni ferðalaga Íslendinga erlendis. • Gert er ráð fyrir um hálfri milljón ferðamanna í ár, 650 þúsund erlendum ferðamönnum á næsta ári, 1,3 milljónum árið 2022 og 1,9 milljónum 2023. • Verðbólgan verður lítillega yfir markmiði Seðlabanka Íslands fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári, en verður að meðaltali 3,1 prósent á næsta ári, 2,7 prósent 2022 og 2,6 prósent árið 2023. • Stýrivextir verða óbreyttir í 1 prósent allt næsta ár, hækka í 1,75 prósent árið 2022 og verða 3,5 prósent í lok árs 2023. • Launavísitalan hækkar í takt við kjarasamninga, um 5,8 prósent milli áranna 2019 og 2020. Hún mun svo hækka um 6,1 prósent á árinu 2021, um 5 prósent 2022 og 4 prósent 2023. • Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um 16,9% á þessu ári en fari síðan vaxandi frá og með 2021. • Ekki er gert ráð fyrir að faraldurinn muni hafa teljandi langtímaáhrif á sjávarútveg. • Gert er ráð fyrir að álframleiðsla dragist saman um 5,5 prósent á þessu ári. • Spáð er 16 prósent samdrætti í íbúðafjárfestingu á þessu ári en 2-5 prósent árlegum vexti á árunum 2021-2023. Íbúðaverð hækkar um 4,5 prósent milli ára í ár og vöxturinn verður svo að jafnaði prósent á ári út spátímann. • Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 nálgist samtals 600 milljarða króna. • Þrátt fyrir fall í útflutningi verður lítilsháttar afgangur af viðskiptajöfnuði í ár (+0,1 prósent), minniháttar halli á næsta ári (-0,3 prósent) en vaxandi afgangur árin 2022 (+1,4 prósent) og 2023 (+3,4 prósent). Nálgast má hagspá Landsbankans hér.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent