Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2020 23:25 Fjölmargir gengu um götur borga Frakklands í gær vegna hrottalegs morðs kennara. Getty/Adnan Farzat Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Þar á meðal eru fjórir nemendur skólans sem kennarinn Samuel Paty starfaði við, fjórir fjölskyldumeðlimir þess sem grunaður er um að hafa framið morðið, faðir barns við skólann og einn þekktur öfgamaður. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjann til bana skammt frá vettvangi. Paty hafði fengið hótanir eftir að sýndi myndirnar í tíma sem fjallaði um tjáningarfrelsi. Er hann sagður hafa beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Grunaði morðinginn mun ekki tengjast Patay eða skólanum á nokkurn hátt og er hann sagður hafa ferðast um hundrað kílómetra til þess eins að myrða Paty. Hann mun hafa beðið nemendur um að benda sér á hann og þegar Paty gekk heim á leið réðst hann á hann og skar hann á háls. BBC segir að um 40 húsleitir hafi verið gerðar í dag og að búist sé við fleirum. Í frétt France24 segir að embættismenn séu reiðir yfir árásinni. Hún hafi í raun verið árás á lýðveldið og frönsk gildi. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um 80 rannsóknir á meintri hatursorðræðu á netinu séu nú yfirstandandi og verið sé að skoða að leysa upp 51 samtök innan samfélags múslima í Frakklandi. Einnig stendur til að vísa 213 aðilum úr landi en allir eiga þeir sameiginlegt að vera til eftirlits vegna gruns um öfgastarfsemi. Samkvæmt heimildum France24 eru um 150 þeirra í fangelsi. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu. Frakkland Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Þar á meðal eru fjórir nemendur skólans sem kennarinn Samuel Paty starfaði við, fjórir fjölskyldumeðlimir þess sem grunaður er um að hafa framið morðið, faðir barns við skólann og einn þekktur öfgamaður. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjann til bana skammt frá vettvangi. Paty hafði fengið hótanir eftir að sýndi myndirnar í tíma sem fjallaði um tjáningarfrelsi. Er hann sagður hafa beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Grunaði morðinginn mun ekki tengjast Patay eða skólanum á nokkurn hátt og er hann sagður hafa ferðast um hundrað kílómetra til þess eins að myrða Paty. Hann mun hafa beðið nemendur um að benda sér á hann og þegar Paty gekk heim á leið réðst hann á hann og skar hann á háls. BBC segir að um 40 húsleitir hafi verið gerðar í dag og að búist sé við fleirum. Í frétt France24 segir að embættismenn séu reiðir yfir árásinni. Hún hafi í raun verið árás á lýðveldið og frönsk gildi. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um 80 rannsóknir á meintri hatursorðræðu á netinu séu nú yfirstandandi og verið sé að skoða að leysa upp 51 samtök innan samfélags múslima í Frakklandi. Einnig stendur til að vísa 213 aðilum úr landi en allir eiga þeir sameiginlegt að vera til eftirlits vegna gruns um öfgastarfsemi. Samkvæmt heimildum France24 eru um 150 þeirra í fangelsi. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu.
Frakkland Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20