Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 13:32 Fjarskiptamöstur hafa orðið fyrir barðinu á fólki sem heldur ranglega að tengsl séu á milli nýs afbrigðis kórónuveiru og 5G-farnets. Vísir/EPA Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða. Samsæriskenningar um meint tengsl kórónuveirunnar við þráðlaus fjarskiptanet hafa orðið til þess að kveikt hefur verið í fjarskiptamöstrum í tíu Evrópulöndum undanfarna mánuði. Einnig hefur verið ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Svíþjóð og Pólland eru nú á meðal þeirra fimmtán ríkja sem lögðu fram tillögu við framkvæmdastjórn ESB um að taka upplýsingafalsið fastari tökum. „Það er ljóst að við sjáum vaxandi umsvif and-5G-hreyfingarinnar um allt Evrópusambandið,“ sagði í bréfi ríkjanna. Þau vilja leggja fram sérfræðiþekkingu í að taka á fölskum upplýsingum um 5G-tækni og rafsegulbylgjur. Leggja þau til frekari vísindarannsóknir á áhrifum á heilsu manna, kynningarherferð í Evrópu og að tekið verði á áhyggjuefnum andstæðinga 5G-tækni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Næsta kynslóð farneta hefur verið 5G. Með henni stóreykst hraði í gagnaflutningum og öruggi í tengingum. Tæknin er sögð hornsteininn að aukinni sjálfvirkni- og snjallvæðingu framtíðarinnar. Auk Svíþjóðar og Póllands skrifa Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Kýpur, Eistland, Finnland, Grikkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Portúgal og Slóvakía undir bréfið til framkvæmdastjórnarinnar. Fjarskipti Tækni Evrópusambandið Tengdar fréttir 5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða. Samsæriskenningar um meint tengsl kórónuveirunnar við þráðlaus fjarskiptanet hafa orðið til þess að kveikt hefur verið í fjarskiptamöstrum í tíu Evrópulöndum undanfarna mánuði. Einnig hefur verið ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Svíþjóð og Pólland eru nú á meðal þeirra fimmtán ríkja sem lögðu fram tillögu við framkvæmdastjórn ESB um að taka upplýsingafalsið fastari tökum. „Það er ljóst að við sjáum vaxandi umsvif and-5G-hreyfingarinnar um allt Evrópusambandið,“ sagði í bréfi ríkjanna. Þau vilja leggja fram sérfræðiþekkingu í að taka á fölskum upplýsingum um 5G-tækni og rafsegulbylgjur. Leggja þau til frekari vísindarannsóknir á áhrifum á heilsu manna, kynningarherferð í Evrópu og að tekið verði á áhyggjuefnum andstæðinga 5G-tækni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Næsta kynslóð farneta hefur verið 5G. Með henni stóreykst hraði í gagnaflutningum og öruggi í tengingum. Tæknin er sögð hornsteininn að aukinni sjálfvirkni- og snjallvæðingu framtíðarinnar. Auk Svíþjóðar og Póllands skrifa Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Kýpur, Eistland, Finnland, Grikkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Portúgal og Slóvakía undir bréfið til framkvæmdastjórnarinnar.
Fjarskipti Tækni Evrópusambandið Tengdar fréttir 5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40
Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31
Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25
Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10