Fótboltastelpur fái meiri athygli því þær séu hvítar, litlar og sætar Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 08:00 Megan Rapinoe og Sue Bird í fagnaðarlátunume ftir að Bird og stöllur hennar í Seattle Storm urðu WNBA-meistarar. Getty/Julio Aguilar Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“ Fótbolti Körfubolti Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“
Fótbolti Körfubolti Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins