„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2020 12:31 Ásahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem taka þátt í sameiningaviðræðunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim. Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
„Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim.
Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira