Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2020 21:04 Nýi vegurinn milli Dýrafjarðarbrúar og Dýrafjarðarganga. Búið er að mála veglínur á akbrautina og vegrið er komið upp í vegkantinum. Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020 sem opnunardag og fyrr í haust var talað um miðjan október. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? „Það hefur verið stefnt á að opna göngin með borðaklippingu sunnudaginn 25. október. Þetta er hins vegar í óvissu vegna covid,“ svarar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, og vonast til að þetta skýrist betur á næstu dögum. Jarðgangamunninn Dýrafjarðarmegin. Verið er að setja jarðvegsfyllingar að vegskálum beggja vegna.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Pétur tekur fram að ef klippt verði á borðann 25. október, eða dagana þar í kring, gætu væntanlega að hámarki tuttugu manns verið viðstaddir, í samræmi við gildandi fjöldatakamarkanir vegna veirunnar. Þá er einnig í myndinni að beðið verði með opnunarathöfn fram á vorið þótt göngin verði opnuð fyrir umferð nú í haust, að sögn Péturs. Enda sé ekki mælt með því að menn séu að ferðast mikið úr borginni út á land þessa dagana. Dýrafjarðargöng að innan eru að mestu tilbúin. Lýsingin er komin og búið að mála veglínur.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í nýjasta stöðuyfirliti á fésbókarsíðu Dýrafjarðarganga, um framvindu verksins síðustu tvær vikur, kemur fram að vegmálun í göngum og utan ganga sé lokið. Þá hafi verið klárað að leggja seinna lag klæðingar á veginn í Dýrafirði. Inni í göngunum hafi verið unnið við uppsetningu á búnaði og tengingum, sem og við stjórnkerfi ganganna. Stoðir fyrir vegrið reknar niður við gatnamótin hjá Dýrafjarðarbrú. Leiðin til vinstri liggur til Þingeyrar en leiðin til hægri til Ísafjarðar.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í Dýrafirði hafi meirihluti vegriða verið settur upp. Vegtenging sem liggi inn eftir Dýrafirði sé því sem næst tilbúin. Malarklæðing sé komin á veginn en eftir að klára tengingu að gamla veginum. Haldið hafi verið áfram með fyllingar yfir vegskála beggja vegna, segir í yfirlitinu, sem Baldvin Jónbjarnarson ritar fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga. Hér má sjá gleðina sem ríkti þegar slegið var í gegn í apríl í fyrra: Hér má sjá hvað menn losna við með jarðgöngunum: Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020 sem opnunardag og fyrr í haust var talað um miðjan október. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? „Það hefur verið stefnt á að opna göngin með borðaklippingu sunnudaginn 25. október. Þetta er hins vegar í óvissu vegna covid,“ svarar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, og vonast til að þetta skýrist betur á næstu dögum. Jarðgangamunninn Dýrafjarðarmegin. Verið er að setja jarðvegsfyllingar að vegskálum beggja vegna.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Pétur tekur fram að ef klippt verði á borðann 25. október, eða dagana þar í kring, gætu væntanlega að hámarki tuttugu manns verið viðstaddir, í samræmi við gildandi fjöldatakamarkanir vegna veirunnar. Þá er einnig í myndinni að beðið verði með opnunarathöfn fram á vorið þótt göngin verði opnuð fyrir umferð nú í haust, að sögn Péturs. Enda sé ekki mælt með því að menn séu að ferðast mikið úr borginni út á land þessa dagana. Dýrafjarðargöng að innan eru að mestu tilbúin. Lýsingin er komin og búið að mála veglínur.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í nýjasta stöðuyfirliti á fésbókarsíðu Dýrafjarðarganga, um framvindu verksins síðustu tvær vikur, kemur fram að vegmálun í göngum og utan ganga sé lokið. Þá hafi verið klárað að leggja seinna lag klæðingar á veginn í Dýrafirði. Inni í göngunum hafi verið unnið við uppsetningu á búnaði og tengingum, sem og við stjórnkerfi ganganna. Stoðir fyrir vegrið reknar niður við gatnamótin hjá Dýrafjarðarbrú. Leiðin til vinstri liggur til Þingeyrar en leiðin til hægri til Ísafjarðar.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í Dýrafirði hafi meirihluti vegriða verið settur upp. Vegtenging sem liggi inn eftir Dýrafirði sé því sem næst tilbúin. Malarklæðing sé komin á veginn en eftir að klára tengingu að gamla veginum. Haldið hafi verið áfram með fyllingar yfir vegskála beggja vegna, segir í yfirlitinu, sem Baldvin Jónbjarnarson ritar fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga. Hér má sjá gleðina sem ríkti þegar slegið var í gegn í apríl í fyrra: Hér má sjá hvað menn losna við með jarðgöngunum:
Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43