90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 16:53 Tryggingastofnun ríkisins. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla þurfi upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Aðeins 9,4–13% lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni árin 2016-19. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag. Hún var birt á vef Ríkisendurskoðunar nú síðdegis. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá TR. Þá þurfi stofnunin að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf. Einnig þurfi að endurskoða núgildandi fyrirkomulag um að rekin séu umboð fyrir TR hjá sýslumannsembættum landsins. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að heildarendurskoðun laga um almannatryggingar ljúki sem fyrst. Vinna við hana hefur staðið yfir frá árinu 2005. Lagaumgjörðin er flókin og ógagnsæ,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að auka þurfi hlutfall viðskiptavina TR sem fái réttar greiðslur frá stofnuninni. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að útreikningur greiðslna byggi á tekjuáætlunum sem stofnunin leggi drög að og viðskiptavinur svo staðfestir. TR endurreiknar svo fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. „Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. Nauðsynlegt er að ráðast í markvissar aðgerðir til að minnka umfang endurreiknings bóta og draga úr frávikum vegna framangreinds mismunar,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Fagna úttektinni TR fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar og telur margar af tillögum til úrbóta sem þar koma fram afar gagnlegar, að því er segir í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar nú síðdegis. Stofnunin segir að sífellt sé unnið að því að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Talsverðar umbætur hafi verið gerðar á því á þessu ári. Þá þurfi að mati stofnunarinnar að breyta lögum um almannatryggingar til þess að „draga úr og helst eyða að fullu kröfum um endurgreiðslur lífeyris.“ „Uppbyggileg umræða um lífeyriskerfið er mikilvæg, því ítrekum við að Tryggingastofnun fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni og stöðu almannatrygginga. Vonir eru bundnar við að hún leiði til úrbóta og einföldunar á flóknu kerfi, lífeyrisþegum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar. Tryggingar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla þurfi upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Aðeins 9,4–13% lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni árin 2016-19. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag. Hún var birt á vef Ríkisendurskoðunar nú síðdegis. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá TR. Þá þurfi stofnunin að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf. Einnig þurfi að endurskoða núgildandi fyrirkomulag um að rekin séu umboð fyrir TR hjá sýslumannsembættum landsins. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að heildarendurskoðun laga um almannatryggingar ljúki sem fyrst. Vinna við hana hefur staðið yfir frá árinu 2005. Lagaumgjörðin er flókin og ógagnsæ,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að auka þurfi hlutfall viðskiptavina TR sem fái réttar greiðslur frá stofnuninni. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að útreikningur greiðslna byggi á tekjuáætlunum sem stofnunin leggi drög að og viðskiptavinur svo staðfestir. TR endurreiknar svo fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. „Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. Nauðsynlegt er að ráðast í markvissar aðgerðir til að minnka umfang endurreiknings bóta og draga úr frávikum vegna framangreinds mismunar,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Fagna úttektinni TR fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar og telur margar af tillögum til úrbóta sem þar koma fram afar gagnlegar, að því er segir í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar nú síðdegis. Stofnunin segir að sífellt sé unnið að því að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Talsverðar umbætur hafi verið gerðar á því á þessu ári. Þá þurfi að mati stofnunarinnar að breyta lögum um almannatryggingar til þess að „draga úr og helst eyða að fullu kröfum um endurgreiðslur lífeyris.“ „Uppbyggileg umræða um lífeyriskerfið er mikilvæg, því ítrekum við að Tryggingastofnun fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni og stöðu almannatrygginga. Vonir eru bundnar við að hún leiði til úrbóta og einföldunar á flóknu kerfi, lífeyrisþegum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar.
Tryggingar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira