Tákn af þaki Arnarhvols Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2020 13:26 Stytturnar komnar niður og tilbúnar til flutnings. Láréttar en ekki lóðréttar eins og þær hafa verið undanfarin ár. Vísir/vilhelm Ellefu styttur í mannsmynd á þaki Arnarhvols voru teknar niður í morgun. Eins og hálfs árs sýningu á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur er lokið. Hún segist þakklát fyrir tækifærið að sýna verk sýn á svo stórkostlegum stað. Næsta ferðalag styttnanna sé handan við hornið. Listaverkið heitir Tákn og er af ellefu mannverum í líkamsstærð. Verkin voru fyrst sýnd í Dresden í Þýskalandi en svo hér á landi í fyrra þegar Listasafn Reykjavíkur lagði áherslu á list í almenningsrými. „Við fundum þennan fína stað sem var einstakur bæði hvað varðar stærðarlega, hlutföll og slíkt. Staðsetningin er mögnuð,“ segir Steinunn á þessum tímamótum. „Okkar tilgangur var að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Við höfum tendens til að gleyma umhverfinu og sjá það á vanabundinn hátt. Taka ekki eftir því. Ég held að það hafi gengið upp.“ Svona hafa stytturnar blasað við borgarbúum undanfarna átján mánuði.Vísir/Einar Ríkisstjórnin samþykkti fyrir ári að veita sex milljónum króna af ráðstöfnunarfé ríkisstjórnarinnar til Steinunnar til að geta haft listaverkin á þaki Arnarhvols, húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í ár í viðbót. Steinunn segir að hún hafi boðið áðuneytinu að hafa verkið áfram endurgjaldslaust enn um sinn en ákveðið hafi verið að verkið yrði tekið niður. „Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt. Viðbrögðin hafa verið alveg mögnuð. Bæði náttúrulega fyrst þegar verkin komu fyrst, þá fékk ég mjög mikil viðbrögð. Svo í ljós þegar kom að þau ættu að fara niður. Þá voru líka mikil viðbrögð. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið tækfæri til að hafa verkið þarna.“ Rætt var við Steinunni við uppsetninguna í maí 2019. Hún segir verkin mögulega enn táknrænni nú í kórónuveirufaraldrinum en fyrir hann. „Verkin stóðu hlið við hlið með réttri fjarlægð á milli. Það var ákveðin samstaða og hugsun sem kom í það. Þetta er hópur.“ Steinunn mun geyma verkin á vinnustofu sinni í bili en framundan er annað ferðalag að henni sögn, sem skýrt verður frá síðar. „Þær fara að fara aftur í ferðalag þegar mál fara að verða eðlileg í heiminum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að verkið var boðið ráðuneytinu áfram til sýningar um sinn endurgjaldslaust. Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ellefu styttur í mannsmynd á þaki Arnarhvols voru teknar niður í morgun. Eins og hálfs árs sýningu á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur er lokið. Hún segist þakklát fyrir tækifærið að sýna verk sýn á svo stórkostlegum stað. Næsta ferðalag styttnanna sé handan við hornið. Listaverkið heitir Tákn og er af ellefu mannverum í líkamsstærð. Verkin voru fyrst sýnd í Dresden í Þýskalandi en svo hér á landi í fyrra þegar Listasafn Reykjavíkur lagði áherslu á list í almenningsrými. „Við fundum þennan fína stað sem var einstakur bæði hvað varðar stærðarlega, hlutföll og slíkt. Staðsetningin er mögnuð,“ segir Steinunn á þessum tímamótum. „Okkar tilgangur var að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Við höfum tendens til að gleyma umhverfinu og sjá það á vanabundinn hátt. Taka ekki eftir því. Ég held að það hafi gengið upp.“ Svona hafa stytturnar blasað við borgarbúum undanfarna átján mánuði.Vísir/Einar Ríkisstjórnin samþykkti fyrir ári að veita sex milljónum króna af ráðstöfnunarfé ríkisstjórnarinnar til Steinunnar til að geta haft listaverkin á þaki Arnarhvols, húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í ár í viðbót. Steinunn segir að hún hafi boðið áðuneytinu að hafa verkið áfram endurgjaldslaust enn um sinn en ákveðið hafi verið að verkið yrði tekið niður. „Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt. Viðbrögðin hafa verið alveg mögnuð. Bæði náttúrulega fyrst þegar verkin komu fyrst, þá fékk ég mjög mikil viðbrögð. Svo í ljós þegar kom að þau ættu að fara niður. Þá voru líka mikil viðbrögð. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið tækfæri til að hafa verkið þarna.“ Rætt var við Steinunni við uppsetninguna í maí 2019. Hún segir verkin mögulega enn táknrænni nú í kórónuveirufaraldrinum en fyrir hann. „Verkin stóðu hlið við hlið með réttri fjarlægð á milli. Það var ákveðin samstaða og hugsun sem kom í það. Þetta er hópur.“ Steinunn mun geyma verkin á vinnustofu sinni í bili en framundan er annað ferðalag að henni sögn, sem skýrt verður frá síðar. „Þær fara að fara aftur í ferðalag þegar mál fara að verða eðlileg í heiminum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að verkið var boðið ráðuneytinu áfram til sýningar um sinn endurgjaldslaust.
Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira