Grískir nýnasistar dæmdir í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 12:51 Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, var dæmdur í þrettán ára fangelsi. EPA/SIMELA PANTZARTZI Nikos Michaloliakos, leiðtogi og stofnandi Gullinnar dögunar, grísks öfgaflokks sem var nýverið skilgreindur sem glæpasamtök, hefur verið dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar. Auk hans voru aðrir leiðtogar Gullinnar dögunar einnig dæmdir í fangelsi. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugar og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðust á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Sakfellingarnar eru samkvæmt frétt New York Times, taldar vara síðustu naglarnir í líkkistu Gullinnar dögunar en flokknum mistókst að ná manni á þing kosningunum í fyrra. Sambærilegir flokkar, þar sem meðlimir aðhyllast svipuðum skoðunum og meðlimir Gullinnar dögunar, hafa þó verið stofnaði á undanförnum árum. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Meðlimir flokksins hafa einnig verið sakaðir um árásir á farand- og flóttafólk og vinstri sinnaða aðgerðarsinna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúm fimm ár. Giorgos Roupakias, sem dæmdur var fyrir að myrða Fyssas, var dæmdur til lífstíðarfangelsis og tíu ára til viðbótar. Þrír voru dæmdir fyrir að reyna að myrða egypska sjómenn árið 2012. Alls voru 50 dæmdir fyrir að vera aðilar að glæpasamtökum. Átján þeirra voru fyrrverandi stjórnmálamenn og er Michaloliakos þeirra meðal. Fyrir dómsuppkvaðningu reyndu lögmenn mannanna að fá dómara málsins til að taka tillit til þess að þeir væru góðir menn, færu eftir lögum og væru jafnvel kvæntir erlendum konum. Grikkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Nikos Michaloliakos, leiðtogi og stofnandi Gullinnar dögunar, grísks öfgaflokks sem var nýverið skilgreindur sem glæpasamtök, hefur verið dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar. Auk hans voru aðrir leiðtogar Gullinnar dögunar einnig dæmdir í fangelsi. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugar og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðust á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Sakfellingarnar eru samkvæmt frétt New York Times, taldar vara síðustu naglarnir í líkkistu Gullinnar dögunar en flokknum mistókst að ná manni á þing kosningunum í fyrra. Sambærilegir flokkar, þar sem meðlimir aðhyllast svipuðum skoðunum og meðlimir Gullinnar dögunar, hafa þó verið stofnaði á undanförnum árum. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Meðlimir flokksins hafa einnig verið sakaðir um árásir á farand- og flóttafólk og vinstri sinnaða aðgerðarsinna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúm fimm ár. Giorgos Roupakias, sem dæmdur var fyrir að myrða Fyssas, var dæmdur til lífstíðarfangelsis og tíu ára til viðbótar. Þrír voru dæmdir fyrir að reyna að myrða egypska sjómenn árið 2012. Alls voru 50 dæmdir fyrir að vera aðilar að glæpasamtökum. Átján þeirra voru fyrrverandi stjórnmálamenn og er Michaloliakos þeirra meðal. Fyrir dómsuppkvaðningu reyndu lögmenn mannanna að fá dómara málsins til að taka tillit til þess að þeir væru góðir menn, færu eftir lögum og væru jafnvel kvæntir erlendum konum.
Grikkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira