Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:32 Seinni bylgjan valdi bestu félagsskiptin fyrir þetta tímabil í OIís deild karla og hér eru þeir fimm efstu. Skjámynd/S2 Sport Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira