UNICEF #fyriröllbörn? Björgvin Herjólfsson, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, Magnús E. Smith og Sveinn Svavarsson skrifa 14. október 2020 09:01 Í Fréttablaðinu þ. 30. september sl. birtist grein er nefnist „Öll börn eiga sama rétt“ eftir Evu Bjarnadóttur, sérfræðing hjá UNICEF. Í upphafi greinarinnar segir: „Barnasáttmálinn er okkur mikilvægur í því að skapa réttlátt samfélag sem kemur fram af virðingu við börn“. Síðar í greininni segir: „Ein af grundvallarforsendum Barnasáttmálans er jafnræði og bann við mismunun“. Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er meðal annars sagt frá því hvernig markvissri réttindagæslu fyrir börn á Íslandi sé sinnt og að stjórnvöldum sé haldið vandlega við efnið og berjist af krafti gegn ofbeldi á börnum. Þá notar UNICEF merkinguna: #fyriröllbörn á fésbókarsíðu sinni. Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi var lagt fram lagafrumvarp 114. mál, Almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja). Alþingi sendi UNICEF á Íslandi umsagnarbeiðni þ. 07.03.2018 og barst umsögn frá UNICEF á Íslandi þ. 28.03.2018. Í þeirri umsögn segir meðal annars: „Samtökin eru sammála því markmiði laganna sem lítur að því að banna læknisfræðilega óþörf inngrip í líkama barna. UNICEF á Íslandi vill þó taka fram að skoða þurfi þessi mál á heildstæðari hátt og taka inn í umræðuna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Eru samtökin þá að horfa til réttinda allra barna, meðal annars intersex barna og þeirra aðgerða sem framkvæmdar eru á kynfærum þeirra áður en þau ná aldri til að hafa áhrif á þá ákvörðun“. Þá segir í niðurlagi umsagnarinnar: „UNICEF leggur því til að efni frumvarpsins verði frekar komið fyrir í heilbrigðislögum.“ Þegar lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019 var til efnislegrar meðferðar, óskaði Alþingi eftir umsögn frá UNICEF á Íslandi og Ungmennaráðs UNICEF þ. 03.04.2019 og rann fresturinn út þ. 24.04.2019. Ekki er að sjá umsögn frá UNICEF á Íslandi varðandi málið né frá Ungmennaráði UNICEF þrátt fyrir beiðni þess efnis frá Alþingi. Alþingi sendi umsagnarbeiðni til þrjátíu aðila vegna málsins og skiluðu sautján aðilar af þeim inn umsögn í kjölfarið. Vakin skal athygli á því að skv. markmiði laganna um kynrænt sjálfræði segir í 1. gr.: Að lögunum sé ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú á yfirstandandi löggjafarþingi Alþingis hefur hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagt fram stjórnarfrumvarp 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1 gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ Með vísan í framangreinda greinargerð vegna breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr.80/2019 og með vísan í áðurnefnda umsögn UNICEF á Íslandi vegna banns við umskurði drengja frá 28.03.2018 er hér skorað á UNICEF á Íslandi að standa við fyrrgreindan málflutning sinn og ítreka það við hæstvirtan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og Alþingi að banna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Nú treysta börnin á UNICEF á Íslandi! #fyriröllbörn Höfundar eru: Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður og Sveinn Svavarsson, rafeindavirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þ. 30. september sl. birtist grein er nefnist „Öll börn eiga sama rétt“ eftir Evu Bjarnadóttur, sérfræðing hjá UNICEF. Í upphafi greinarinnar segir: „Barnasáttmálinn er okkur mikilvægur í því að skapa réttlátt samfélag sem kemur fram af virðingu við börn“. Síðar í greininni segir: „Ein af grundvallarforsendum Barnasáttmálans er jafnræði og bann við mismunun“. Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er meðal annars sagt frá því hvernig markvissri réttindagæslu fyrir börn á Íslandi sé sinnt og að stjórnvöldum sé haldið vandlega við efnið og berjist af krafti gegn ofbeldi á börnum. Þá notar UNICEF merkinguna: #fyriröllbörn á fésbókarsíðu sinni. Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi var lagt fram lagafrumvarp 114. mál, Almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja). Alþingi sendi UNICEF á Íslandi umsagnarbeiðni þ. 07.03.2018 og barst umsögn frá UNICEF á Íslandi þ. 28.03.2018. Í þeirri umsögn segir meðal annars: „Samtökin eru sammála því markmiði laganna sem lítur að því að banna læknisfræðilega óþörf inngrip í líkama barna. UNICEF á Íslandi vill þó taka fram að skoða þurfi þessi mál á heildstæðari hátt og taka inn í umræðuna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Eru samtökin þá að horfa til réttinda allra barna, meðal annars intersex barna og þeirra aðgerða sem framkvæmdar eru á kynfærum þeirra áður en þau ná aldri til að hafa áhrif á þá ákvörðun“. Þá segir í niðurlagi umsagnarinnar: „UNICEF leggur því til að efni frumvarpsins verði frekar komið fyrir í heilbrigðislögum.“ Þegar lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019 var til efnislegrar meðferðar, óskaði Alþingi eftir umsögn frá UNICEF á Íslandi og Ungmennaráðs UNICEF þ. 03.04.2019 og rann fresturinn út þ. 24.04.2019. Ekki er að sjá umsögn frá UNICEF á Íslandi varðandi málið né frá Ungmennaráði UNICEF þrátt fyrir beiðni þess efnis frá Alþingi. Alþingi sendi umsagnarbeiðni til þrjátíu aðila vegna málsins og skiluðu sautján aðilar af þeim inn umsögn í kjölfarið. Vakin skal athygli á því að skv. markmiði laganna um kynrænt sjálfræði segir í 1. gr.: Að lögunum sé ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú á yfirstandandi löggjafarþingi Alþingis hefur hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagt fram stjórnarfrumvarp 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1 gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ Með vísan í framangreinda greinargerð vegna breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr.80/2019 og með vísan í áðurnefnda umsögn UNICEF á Íslandi vegna banns við umskurði drengja frá 28.03.2018 er hér skorað á UNICEF á Íslandi að standa við fyrrgreindan málflutning sinn og ítreka það við hæstvirtan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og Alþingi að banna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Nú treysta börnin á UNICEF á Íslandi! #fyriröllbörn Höfundar eru: Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður og Sveinn Svavarsson, rafeindavirki.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun