Sá elsti í sögu landsliðsins er orðinn einu ári eldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 14:00 Kári Árnason verður vonandi búinn að ná sér sem fyrst af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira