Telur veiruna leggjast þyngra á Covid-sýkta hópinn í farsóttarhúsinu en áður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2020 13:01 Heil hæð á Hótel Rauðará verður lögð undir Covid-sýkta einstaklinga en það er til viðbótar við þrjár hæðir sem fyrir eru á Hótel Lind. Vísir/Einar Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúss, segist nema breytingu til hins verra á Covid-sýkta hópnum sem nú dvelur í farsóttarhúsinu sé miðað við ástand þeirra sem veikir voru í farsóttarhúsinu í fyrstu bylgju faraldursins. Einkennin séu bæði meiri og öðruvísi. „Þetta er þannig að fólk verður fárveikt. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem enn hafa ekki sýkst […] að fara varlega vegna þess að þetta fer svo illa í fólk,“ sagði Gylfi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Margfalt fleiri hafa þurft að dvelja í farsóttarhúsunum Hótel Lind og Hótel Rauðará það sem af er þriðju bylgju en í þeirri fyrstu. Hátt í sex hundruð dvelja eða hafa dvalið í farsóttarhúsunum í þriðju bylgjunni en einungis fimmtíu í þeirri fyrstu. Hótel Lind dugar ekki lengur til að hýsa alla þá Covid-sýktu einstaklinga sem þurfa að dvelja þar og verður brugðið á það ráð, í dag eða á morgun að leggja heila hæð undir Covid-sýkta á Hótel Rauðará en þar hafa þeir dvalið sem eru í sóttkví hingað til. Fólk í sóttkví þurfi ekki að óttast smit því Gylfi segir að ítrustu sóttvarna sé gætt og að lokað sé á milli hæða. Hingað til hafi enginn í starfsmannahópnum smitast eða þurft að fara í sóttkví. Fosshótel Lind var tekið á leigu sem farsóttarhús í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Frikki Gylfi segir að mýmargar ástæður séu fyrir því að fjöldi þeirra sem dvelur í farsóttarhúsunum hafi aukist til muna í þriðju bylgju. Þau taki á móti Covid-sýktu fólki sem sé ekki það veikt að það þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. „Við erum með fólk utan af landi sem Covid-deildin vill hafa nærri sér ef eitthvað skyldi út af bregða. Við sáum að í fyrri faraldri að fólk sem veiktist var að fara í sumarbústað til að vera þar í einangrun og þá gátu komið upp vandamál ef þeir einstaklingar versnuðu til muna. Þá er tímafrekt að senda sjúkrabíla upp um allar jarðir að leita að fólki. Hingað hefur síðan komið fólk sem ekki gat verið heima hjá sér aðstæðna vegna; undirliggjandi sjúkdómar hjá öðrum heimilismönnum og svo framvegis. Það getur verið svo margt sem veldur því að fólk leitar hingað.“ En hafið þið nægt starfsfólk til að standa undir þessu aukna álagi? „Við vorum að bæta við í hópinn þannig að nú erum við átta sem erum hér á vöktum allan sólarhringinn, alla daga, alltaf. Þetta er álag en við erum með gott fólk sem sinnir þessu vel og passar sig þar á milli að hvílast og hlaða batteríin. Það er skemmtilegur andi innan hópsins. Það er mjög gaman hjá okkur í vinnunni – það verður að vera það – þótt ástandið sé erfitt og mörg erfið mál komi upp. Við verðum að geta slegið á létta strengi þess á milli og það gerum við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæta við einni hæð fyrir fólk í einangrun Rauði krossinn hefur útbúið 4. hæðina á Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga sem eru með Covid-19. 12. október 2020 08:03 Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. 28. september 2020 18:58 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúss, segist nema breytingu til hins verra á Covid-sýkta hópnum sem nú dvelur í farsóttarhúsinu sé miðað við ástand þeirra sem veikir voru í farsóttarhúsinu í fyrstu bylgju faraldursins. Einkennin séu bæði meiri og öðruvísi. „Þetta er þannig að fólk verður fárveikt. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem enn hafa ekki sýkst […] að fara varlega vegna þess að þetta fer svo illa í fólk,“ sagði Gylfi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Margfalt fleiri hafa þurft að dvelja í farsóttarhúsunum Hótel Lind og Hótel Rauðará það sem af er þriðju bylgju en í þeirri fyrstu. Hátt í sex hundruð dvelja eða hafa dvalið í farsóttarhúsunum í þriðju bylgjunni en einungis fimmtíu í þeirri fyrstu. Hótel Lind dugar ekki lengur til að hýsa alla þá Covid-sýktu einstaklinga sem þurfa að dvelja þar og verður brugðið á það ráð, í dag eða á morgun að leggja heila hæð undir Covid-sýkta á Hótel Rauðará en þar hafa þeir dvalið sem eru í sóttkví hingað til. Fólk í sóttkví þurfi ekki að óttast smit því Gylfi segir að ítrustu sóttvarna sé gætt og að lokað sé á milli hæða. Hingað til hafi enginn í starfsmannahópnum smitast eða þurft að fara í sóttkví. Fosshótel Lind var tekið á leigu sem farsóttarhús í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Frikki Gylfi segir að mýmargar ástæður séu fyrir því að fjöldi þeirra sem dvelur í farsóttarhúsunum hafi aukist til muna í þriðju bylgju. Þau taki á móti Covid-sýktu fólki sem sé ekki það veikt að það þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. „Við erum með fólk utan af landi sem Covid-deildin vill hafa nærri sér ef eitthvað skyldi út af bregða. Við sáum að í fyrri faraldri að fólk sem veiktist var að fara í sumarbústað til að vera þar í einangrun og þá gátu komið upp vandamál ef þeir einstaklingar versnuðu til muna. Þá er tímafrekt að senda sjúkrabíla upp um allar jarðir að leita að fólki. Hingað hefur síðan komið fólk sem ekki gat verið heima hjá sér aðstæðna vegna; undirliggjandi sjúkdómar hjá öðrum heimilismönnum og svo framvegis. Það getur verið svo margt sem veldur því að fólk leitar hingað.“ En hafið þið nægt starfsfólk til að standa undir þessu aukna álagi? „Við vorum að bæta við í hópinn þannig að nú erum við átta sem erum hér á vöktum allan sólarhringinn, alla daga, alltaf. Þetta er álag en við erum með gott fólk sem sinnir þessu vel og passar sig þar á milli að hvílast og hlaða batteríin. Það er skemmtilegur andi innan hópsins. Það er mjög gaman hjá okkur í vinnunni – það verður að vera það – þótt ástandið sé erfitt og mörg erfið mál komi upp. Við verðum að geta slegið á létta strengi þess á milli og það gerum við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæta við einni hæð fyrir fólk í einangrun Rauði krossinn hefur útbúið 4. hæðina á Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga sem eru með Covid-19. 12. október 2020 08:03 Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. 28. september 2020 18:58 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Bæta við einni hæð fyrir fólk í einangrun Rauði krossinn hefur útbúið 4. hæðina á Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga sem eru með Covid-19. 12. október 2020 08:03
Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18
Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. 28. september 2020 18:58
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent