Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Íþróttadeild Vísis skrifar 11. október 2020 20:43 Guðlaugur Victor Pálsson heldur áfram að gera hægri bakvarðarstöðuna að sinni. Frammistaða hans stóð upp úr á döpru kvöldi í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í A-riðli Þjóðadeildarinnar í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. Um var að ræða 24. tilraun karlalandsliðs Íslands til að leggja Dani að velli. Hefndin fyrir 14-2 tapið á Parken þarf að bíða betri tíma. Mögulega á Parken 15. nóvember í seinni leik liðanna í riðlinum. Fátt gott er um leik okkar manna að segja í kvöld. Ísland hefur skorað 2 mörk og fengið á sig 22 í sjö töpum í Þjóðadeildinni. Ekki er að reikna með að hagurinn vænkist á miðvikudaginn þegar stórlið Belga mætir í heimsókn. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Þurfti nánast ekkert að gera allan fyrri hálfeikinn þrátt fyrir mikla yfirburði Dana. Brást ekki nógu vel við í fyrsta markinu sem hefði þó ekki átt að standa. Gat lítið gert í öðru og þriðja marki Dana. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Ágæt frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem heldur áfram að stimpla sig inn í hægri bakvarðarstöðuna. Með mikið sjálfstraust og af honum stendur mikil ógn þegar hann fær pláss til að nýta hlaupagetu sína. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Kom inn í liðið fyrir Kára Árnason sem var ekki til taks vegna meiðsla. Ekki með sömu sendingagetu og Kári sem sást í uppspilinu. Valdi oft erfiðar sendingar upp völlinn undir lítilli pressu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Miðvörðurinn saknaði mögulega Kára í vörninni og átti í nokkru basli í varnarleiknum í föstum leikatriðum þar sem Danir komust endurtekið með hausinn í boltann. Sem lauk með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Danir komust endurtekið í góðar fyrirgjafastöður í fyrri hálfleiknum, sérstaklega utan af hægri kanti. Hörður var þó oftar en ekki kominn inn á teiginn að passa sinn mann. Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 4 Skapaði af harðfylgi fyrsta færi Íslands í leiknum, og eitt af fáum í leiknum, en átti annars erfitt uppdráttar í sókninni. Ekki sterkasti varnarmaður landsliðsins og naut sín ekki í sóknarleik sem var lítill lengst af meðan hann var inni á vellinum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Var í eltingaleik allan fyrri hálfleikinn líkt og restin af íslenska liðinu. Dekkaði ekki Kjær í fyrsta markinu. Fór útaf í hálfleik af óþekktum ástæðum þegar þetta er skrifað. Ekki batnaði ástandið með fjarveru hans í síðari hálfleik sem er þó til marks um mikilvægi hans í skipulagi liðsins. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Versta mögulega byrjun síðari hálfleiks kom í kjölfar marktilraunar Rúnars Más sem aftasti maður. Boltinn hrökk til Christian Eriksen sem Rúnar Már náði ekki að elta uppi. Þar með var leikurinn tapaður. Sýndi ágæt tilþrif inn á milli. Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Gott að hafa Birki sem getur leyst bæði kantinn sinn vinstra megin og dottið inn á miðjuna. Yfirvegaður með boltann en náði að skapa lítið. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Leiðtoginn sem var á móti Rúmeníu, sá sem gerði gæfumuninn, náði aldrei að sýna sitt rétta andlit. Var á köflum ósýnilegur. Ef markmið Dana var að klippa Gylfa Þór út úr leiknum þá gekk það fullkomlega. Við erum vön mun meiru frá Gylfa. Alfreð Finnbogason, framherji - Meiddist á tíundu mínútu leiksins eftir að hafa fengið fyrsta færi Íslands. Schmeichel sá við honum. Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Varamenn: Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 12. mínútu 3 Komst lítið í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á snemma leiks fyrir Alfreð. Mikael Anderson kom inn Aron Einar Gunnarsson á 46. mínútu 4 Var þokkalega mikið í boltanum og hefði getað gefið Íslandi veika von þegar hann fékk langbesta færi Íslands í leiknum á 63. mínútu. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 68. mínútu 4 Náði að töfra lítið fram frekar en aðrir leikmenn Íslands í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 73. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í A-riðli Þjóðadeildarinnar í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. Um var að ræða 24. tilraun karlalandsliðs Íslands til að leggja Dani að velli. Hefndin fyrir 14-2 tapið á Parken þarf að bíða betri tíma. Mögulega á Parken 15. nóvember í seinni leik liðanna í riðlinum. Fátt gott er um leik okkar manna að segja í kvöld. Ísland hefur skorað 2 mörk og fengið á sig 22 í sjö töpum í Þjóðadeildinni. Ekki er að reikna með að hagurinn vænkist á miðvikudaginn þegar stórlið Belga mætir í heimsókn. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Þurfti nánast ekkert að gera allan fyrri hálfeikinn þrátt fyrir mikla yfirburði Dana. Brást ekki nógu vel við í fyrsta markinu sem hefði þó ekki átt að standa. Gat lítið gert í öðru og þriðja marki Dana. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Ágæt frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem heldur áfram að stimpla sig inn í hægri bakvarðarstöðuna. Með mikið sjálfstraust og af honum stendur mikil ógn þegar hann fær pláss til að nýta hlaupagetu sína. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Kom inn í liðið fyrir Kára Árnason sem var ekki til taks vegna meiðsla. Ekki með sömu sendingagetu og Kári sem sást í uppspilinu. Valdi oft erfiðar sendingar upp völlinn undir lítilli pressu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Miðvörðurinn saknaði mögulega Kára í vörninni og átti í nokkru basli í varnarleiknum í föstum leikatriðum þar sem Danir komust endurtekið með hausinn í boltann. Sem lauk með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Danir komust endurtekið í góðar fyrirgjafastöður í fyrri hálfleiknum, sérstaklega utan af hægri kanti. Hörður var þó oftar en ekki kominn inn á teiginn að passa sinn mann. Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 4 Skapaði af harðfylgi fyrsta færi Íslands í leiknum, og eitt af fáum í leiknum, en átti annars erfitt uppdráttar í sókninni. Ekki sterkasti varnarmaður landsliðsins og naut sín ekki í sóknarleik sem var lítill lengst af meðan hann var inni á vellinum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Var í eltingaleik allan fyrri hálfleikinn líkt og restin af íslenska liðinu. Dekkaði ekki Kjær í fyrsta markinu. Fór útaf í hálfleik af óþekktum ástæðum þegar þetta er skrifað. Ekki batnaði ástandið með fjarveru hans í síðari hálfleik sem er þó til marks um mikilvægi hans í skipulagi liðsins. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Versta mögulega byrjun síðari hálfleiks kom í kjölfar marktilraunar Rúnars Más sem aftasti maður. Boltinn hrökk til Christian Eriksen sem Rúnar Már náði ekki að elta uppi. Þar með var leikurinn tapaður. Sýndi ágæt tilþrif inn á milli. Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Gott að hafa Birki sem getur leyst bæði kantinn sinn vinstra megin og dottið inn á miðjuna. Yfirvegaður með boltann en náði að skapa lítið. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Leiðtoginn sem var á móti Rúmeníu, sá sem gerði gæfumuninn, náði aldrei að sýna sitt rétta andlit. Var á köflum ósýnilegur. Ef markmið Dana var að klippa Gylfa Þór út úr leiknum þá gekk það fullkomlega. Við erum vön mun meiru frá Gylfa. Alfreð Finnbogason, framherji - Meiddist á tíundu mínútu leiksins eftir að hafa fengið fyrsta færi Íslands. Schmeichel sá við honum. Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Varamenn: Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 12. mínútu 3 Komst lítið í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á snemma leiks fyrir Alfreð. Mikael Anderson kom inn Aron Einar Gunnarsson á 46. mínútu 4 Var þokkalega mikið í boltanum og hefði getað gefið Íslandi veika von þegar hann fékk langbesta færi Íslands í leiknum á 63. mínútu. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 68. mínútu 4 Náði að töfra lítið fram frekar en aðrir leikmenn Íslands í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 73. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira