Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 13:01 Rúnar Vilhjálmsson er prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira