Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 08:01 Gunnlaugur í fangi konunnar sem fann hann í Varmahlíð. Á kortinu er gerð grein fyrir ferðalagi kisa en um 50 kílómetrar eru á milli Hofsóss og Varmahlíðar. Samsett Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. Gunnlaugur fannst í Varmahlíð í Skagafirði – um fimmtíu kílómetrum frá heimili sínu. Kærasti Freyju Amble Gísladóttur hefur átt Gunnlaug í átta ár. Freyja segir í samtali við Vísi að kisi hafi gufað upp um miðjan júní síðastliðinn. Alvanalegt sé að hann hverfi í tvo, þrjá daga, enda mikill veiðiköttur. „En svo skilaði hann sér ekkert, við fórum til nágrannans að leita en sáum hann hvergi. Svo liðu tveir mánuðir og við vorum búin að gefast upp á því á að finna hann. Þannig að við fórum og fengum okkur kettlinga.“ Gunnlaugur að njóta sín í sveitinni.Aðsend Í morgun dró þó óvænt til tíðinda. „Ég vaknaði og kærastinn minn, sem á Gunnlaug, hafði séð færslu á Facebook um týndan kött. Dýralæknirinn okkar hafði deilt henni. Og kærastinn minn segir við mig: „Ég held að Gunnlaugur sé fundinn“.“ Og Gunnlaugur reyndist svo sannarlega hafa komið í leitirnar; um fimmtíu kílómetra frá heimili sínu. Freyja segir að þau gruni sterklega að hann hafi farið upp í bíl og óvart húkkað far. „Þetta eru um fimmtíu kílómetrar frá okkur á Hofsósi og í Varmahlíð þar sem hann fannst. Og ár og vötn og allt á milli,“ segir Freyja. Þá virðist sem Gunnlaugi hafi ekki orðið meint af svaðilförinni. „Hann var aðeins of feitur þegar hann fór frá okkur en er núna í flottu standi,“ segir Freyja og hlær. „Og hann er sérstaklega glaður að vera kominn til baka. En þetta er auðvitað ótrúlegt. Við hefðum aldrei fundið hann ef fólk hefði ekki auglýst hann á netinu.“ Dýr Skagafjörður Gæludýr Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. Gunnlaugur fannst í Varmahlíð í Skagafirði – um fimmtíu kílómetrum frá heimili sínu. Kærasti Freyju Amble Gísladóttur hefur átt Gunnlaug í átta ár. Freyja segir í samtali við Vísi að kisi hafi gufað upp um miðjan júní síðastliðinn. Alvanalegt sé að hann hverfi í tvo, þrjá daga, enda mikill veiðiköttur. „En svo skilaði hann sér ekkert, við fórum til nágrannans að leita en sáum hann hvergi. Svo liðu tveir mánuðir og við vorum búin að gefast upp á því á að finna hann. Þannig að við fórum og fengum okkur kettlinga.“ Gunnlaugur að njóta sín í sveitinni.Aðsend Í morgun dró þó óvænt til tíðinda. „Ég vaknaði og kærastinn minn, sem á Gunnlaug, hafði séð færslu á Facebook um týndan kött. Dýralæknirinn okkar hafði deilt henni. Og kærastinn minn segir við mig: „Ég held að Gunnlaugur sé fundinn“.“ Og Gunnlaugur reyndist svo sannarlega hafa komið í leitirnar; um fimmtíu kílómetra frá heimili sínu. Freyja segir að þau gruni sterklega að hann hafi farið upp í bíl og óvart húkkað far. „Þetta eru um fimmtíu kílómetrar frá okkur á Hofsósi og í Varmahlíð þar sem hann fannst. Og ár og vötn og allt á milli,“ segir Freyja. Þá virðist sem Gunnlaugi hafi ekki orðið meint af svaðilförinni. „Hann var aðeins of feitur þegar hann fór frá okkur en er núna í flottu standi,“ segir Freyja og hlær. „Og hann er sérstaklega glaður að vera kominn til baka. En þetta er auðvitað ótrúlegt. Við hefðum aldrei fundið hann ef fólk hefði ekki auglýst hann á netinu.“
Dýr Skagafjörður Gæludýr Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira