Mo Salah fær mikið hrós fyrir að hjálpa heimilislausum manni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 13:30 Mohamed Salah sýndi mikla manngæsku og hjálpaði heimilislausum manni á bensínstöð. Getty/ Jason Cairnduff Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira