Mo Salah fær mikið hrós fyrir að hjálpa heimilislausum manni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 13:30 Mohamed Salah sýndi mikla manngæsku og hjálpaði heimilislausum manni á bensínstöð. Getty/ Jason Cairnduff Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira