LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 07:31 LeBron James fagnar með tilþrifum í leiknum í nótt. AP/Mark J. Terrill) LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aðeins einum sigri frá NBA meistaratitlinum eftir 102-96 sigur á Miami Heat í nótt. Lakers er þar með komið í 3-1 í úrslitaeinvíginu. LeBron James átti frábæran leik en hann var með 28 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Það var aftur á móti þriggja stiga karfa frá Anthony Davis 39,5 sekúndum fyrir leikslok sem gulltryggði sigurinn. LBJ's 2nd half lifts LAL to 3-1 lead! @KingJames (28 PTS, 12 REB, 8 AST) drops 20 in the 2nd half as the @Lakers win Game 4 and go up 3-1!Game 5: Friday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/WwZ2x9lhDF— NBA (@NBA) October 7, 2020 Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 9 fráköst í leiknum en var einnig með 4 stoðsendingar og 4 varin skot. Lakers vann með 17 stigum þær mínútur sem hann spilaði. Kentavious Caldwell-Pope skoraði síðan 15 stig og Danny Green var með 10 stig. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami Heat liðinu með 22 stig en Tyler Herro var með 21 stig og Duncan Robinson skoraði 17 stig. Bam Adebayo snéri aftur í liðið eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla og skoraði 15 stig. LeBron on his mindset recognizing the magnitude of Game 4. #NBAFinalsGame 5: Friday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/f3lHJBKnjG— NBA (@NBA) October 7, 2020 Eftir tapið í síðasta leik þá var pressa á LeBron James í nótt. „Ég fann fyrir pressunni. Mér fannst þetta vera einn af stærstu leikjunum á mínum ferli,“ sagði LeBron James og hann hrósaði Davis fyrir þristinn. „Stórt móment, ekki bara fyrir A.D. heldur einnig fyrir liðið okkar og allt félagið,“ sagði James. „Eins og ég hef alltaf sagt þá eru þeir með virkilega gott lið og við þurfum nánast að spila fullkomlega til að vinna þá. Við gerðum það ekki í kvöld. Við horfum aftur á þennan leik og lærum af honum. Við megum ekki tapa fleiri leikjum,“ sagði Jimmy Butler. Fimmti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram á föstudaginn kemur. AD comes up big on both ends!@AntDavis23 (22 PTS, 9 REB, 4 BLK) clutch three and game-sealing block help the @Lakers win Game 4! #NBAFinals Game 5: Friday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/w4ajV1krqQ— NBA (@NBA) October 7, 2020 NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aðeins einum sigri frá NBA meistaratitlinum eftir 102-96 sigur á Miami Heat í nótt. Lakers er þar með komið í 3-1 í úrslitaeinvíginu. LeBron James átti frábæran leik en hann var með 28 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Það var aftur á móti þriggja stiga karfa frá Anthony Davis 39,5 sekúndum fyrir leikslok sem gulltryggði sigurinn. LBJ's 2nd half lifts LAL to 3-1 lead! @KingJames (28 PTS, 12 REB, 8 AST) drops 20 in the 2nd half as the @Lakers win Game 4 and go up 3-1!Game 5: Friday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/WwZ2x9lhDF— NBA (@NBA) October 7, 2020 Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 9 fráköst í leiknum en var einnig með 4 stoðsendingar og 4 varin skot. Lakers vann með 17 stigum þær mínútur sem hann spilaði. Kentavious Caldwell-Pope skoraði síðan 15 stig og Danny Green var með 10 stig. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami Heat liðinu með 22 stig en Tyler Herro var með 21 stig og Duncan Robinson skoraði 17 stig. Bam Adebayo snéri aftur í liðið eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla og skoraði 15 stig. LeBron on his mindset recognizing the magnitude of Game 4. #NBAFinalsGame 5: Friday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/f3lHJBKnjG— NBA (@NBA) October 7, 2020 Eftir tapið í síðasta leik þá var pressa á LeBron James í nótt. „Ég fann fyrir pressunni. Mér fannst þetta vera einn af stærstu leikjunum á mínum ferli,“ sagði LeBron James og hann hrósaði Davis fyrir þristinn. „Stórt móment, ekki bara fyrir A.D. heldur einnig fyrir liðið okkar og allt félagið,“ sagði James. „Eins og ég hef alltaf sagt þá eru þeir með virkilega gott lið og við þurfum nánast að spila fullkomlega til að vinna þá. Við gerðum það ekki í kvöld. Við horfum aftur á þennan leik og lærum af honum. Við megum ekki tapa fleiri leikjum,“ sagði Jimmy Butler. Fimmti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram á föstudaginn kemur. AD comes up big on both ends!@AntDavis23 (22 PTS, 9 REB, 4 BLK) clutch three and game-sealing block help the @Lakers win Game 4! #NBAFinals Game 5: Friday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/w4ajV1krqQ— NBA (@NBA) October 7, 2020
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins