Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 14:42 Orban forsætisráðherra hefur ýtt Ungverjalandi æ lengra í átt að ófrjálslyndi og valdboðshyggju. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur hert tök sín á dómstólum, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum í stjórnartíð sinni sem hefur í vaxandi mæli einkennst af valdboðsstefnu. Hann hefur sagst vilja stefna að „ófrjálslyndu“ lýðræði. Lög sem ríkisstjórn hans samþykkti árið 2017 þýddi að erlendir háskólar máttu ekki lengur starfa í Ungverjalandi nema þeir kenndu einnig námskeið í heimalöndum sínum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærði lögin til Evrópudómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að lögin stríddu gegn Evrópurétti og skuldbindingum Ungverjalands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Soros, sem er hataður á meðal vestrænna hægriöfgamanna og þjóðernissinna vegna stuðnings hans við ýmis frjálslynd málefni, stofnaði Mið-Evrópuháskólann sem var rekinn í Ungverjalandi. Eftir að lögin voru samþykkt fyrir þremur árum hrökklaðist skólinn að mestu úr landi með starfsemi sína. Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur hert tök sín á dómstólum, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum í stjórnartíð sinni sem hefur í vaxandi mæli einkennst af valdboðsstefnu. Hann hefur sagst vilja stefna að „ófrjálslyndu“ lýðræði. Lög sem ríkisstjórn hans samþykkti árið 2017 þýddi að erlendir háskólar máttu ekki lengur starfa í Ungverjalandi nema þeir kenndu einnig námskeið í heimalöndum sínum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærði lögin til Evrópudómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að lögin stríddu gegn Evrópurétti og skuldbindingum Ungverjalands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Soros, sem er hataður á meðal vestrænna hægriöfgamanna og þjóðernissinna vegna stuðnings hans við ýmis frjálslynd málefni, stofnaði Mið-Evrópuháskólann sem var rekinn í Ungverjalandi. Eftir að lögin voru samþykkt fyrir þremur árum hrökklaðist skólinn að mestu úr landi með starfsemi sína.
Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30
Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00