Heldur því fram að hann hafi í raun verið stjóri Liverpool en ekki Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 10:00 Jürgen Klopp við hlið Zeljko Buvac þegar allt lék í lyndi. EPA/ANDY RAIN Viðtal við fyrrum aðstoðarmann Jürgen Klopp komst í fréttirnar eftir skellinn hjá lærisveinum Klopp í Liverpool um helgina en þar eignar hann sér heiðurinn að velgengi Klopp. Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarmaður Jürgen Klopp, bauð upp á sérstakar yfirlýsingar í athyglisverðu viðtali þar sem hann gerði upp tímann sinn hjá Liverpool. Zeljko Buvac hætti óvænt hjá Liverpool í apríl 2018 eftir að það slettist upp á vinskap hans og Jürgen Klopp. Þeir voru þá búnir að vinna saman í sautján ár. Former Liverpool assistant Zeljko Buvac has insisted he is the man behind Jurgen Klopp's success in a remarkable interview.https://t.co/xlaxspGKYg pic.twitter.com/iCrnYb68bF— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Buvac hafði fengið viðurnefnið „heilinn“ á tíma sínum með Klopp og sumir voru að velta því fyrir sér hvernig Liverpool liðinu myndi ganga án hans. Eftir að Zeljko Buvac hætti þá hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og enska meistaratitilinn. Daily Mail sagði frá viðtali rússneska blaðamannsins Nobel Arustamyan við Zeljko Buvac. Myndbandið var birt á YouTube en því hefur nú verið eytt án skýringa. „Ég óskaði félaginu ekki til hamingju með titlana. Ég var samt ánægður fyrir hönd Liverpool, fyrir hönd stuðningsmannanna og fyrir hönd leikmannanna,“ sagði Zeljko Buvac í viðtalinu. „Mér leið eins og ég væri stjórinn hjá liði Klopp í öll þessi sautján ár fyrir utan það að tala opinberlega og fara í viðtöl. Ég þurfti ekki á athyglinni að halda heldur var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Buvac. Hann er þó ekki tilbúinn að sanna sig annars staðar. I did the job of the manager at Liverpool, not Klopp!" #LFChttps://t.co/OdPCTPY1Y2— talkSPORT (@talkSPORT) October 5, 2020 „Ég vil ekki verða stjóri núna. Ég myndi hugsa mig um ef Barcelona myndi hringja en annars kæmi það ekki til greina,“ sagði Zeljko Buvac. Buvac er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Dynamo Moskvu í Rússlandi. „Þú segir að ég sé bara hér til að hafa eitthvað að gera þar til að ég fær betra tilboð. Ef þú vissir bara hvernig tilboðum ég hef hafnað síðan ég hætti hjá Liverpool þá myndir þú ekki segja það. Ég ætla ekki samt að segja hvaða félög höfðu samband,“ sagði Zeljko Buvac. Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Viðtal við fyrrum aðstoðarmann Jürgen Klopp komst í fréttirnar eftir skellinn hjá lærisveinum Klopp í Liverpool um helgina en þar eignar hann sér heiðurinn að velgengi Klopp. Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarmaður Jürgen Klopp, bauð upp á sérstakar yfirlýsingar í athyglisverðu viðtali þar sem hann gerði upp tímann sinn hjá Liverpool. Zeljko Buvac hætti óvænt hjá Liverpool í apríl 2018 eftir að það slettist upp á vinskap hans og Jürgen Klopp. Þeir voru þá búnir að vinna saman í sautján ár. Former Liverpool assistant Zeljko Buvac has insisted he is the man behind Jurgen Klopp's success in a remarkable interview.https://t.co/xlaxspGKYg pic.twitter.com/iCrnYb68bF— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Buvac hafði fengið viðurnefnið „heilinn“ á tíma sínum með Klopp og sumir voru að velta því fyrir sér hvernig Liverpool liðinu myndi ganga án hans. Eftir að Zeljko Buvac hætti þá hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og enska meistaratitilinn. Daily Mail sagði frá viðtali rússneska blaðamannsins Nobel Arustamyan við Zeljko Buvac. Myndbandið var birt á YouTube en því hefur nú verið eytt án skýringa. „Ég óskaði félaginu ekki til hamingju með titlana. Ég var samt ánægður fyrir hönd Liverpool, fyrir hönd stuðningsmannanna og fyrir hönd leikmannanna,“ sagði Zeljko Buvac í viðtalinu. „Mér leið eins og ég væri stjórinn hjá liði Klopp í öll þessi sautján ár fyrir utan það að tala opinberlega og fara í viðtöl. Ég þurfti ekki á athyglinni að halda heldur var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Buvac. Hann er þó ekki tilbúinn að sanna sig annars staðar. I did the job of the manager at Liverpool, not Klopp!" #LFChttps://t.co/OdPCTPY1Y2— talkSPORT (@talkSPORT) October 5, 2020 „Ég vil ekki verða stjóri núna. Ég myndi hugsa mig um ef Barcelona myndi hringja en annars kæmi það ekki til greina,“ sagði Zeljko Buvac. Buvac er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Dynamo Moskvu í Rússlandi. „Þú segir að ég sé bara hér til að hafa eitthvað að gera þar til að ég fær betra tilboð. Ef þú vissir bara hvernig tilboðum ég hef hafnað síðan ég hætti hjá Liverpool þá myndir þú ekki segja það. Ég ætla ekki samt að segja hvaða félög höfðu samband,“ sagði Zeljko Buvac.
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira