„Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2020 21:40 Birkir Már Sævarsson spilaði sig aftur inn í landsliðið með frammistöðu sinni með Val í haust. VÍSIR/VILHELM Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. Valur er átta stigum á undan FH þegar fjórar umferðir eru eftir, svo að ef að FH vinnur ekki KA í næstu umferð dugar Val að vinna Fylki í Árbænum til að landa titlinum. „Við erum náttúrulega ekki búnir að vinna neitt enn þannig að við erum bara að hugsa um að klára þetta almennilega og vinna þá leiki sem við eigum eftir. Maður getur ekki tekið neinu sem gefnu,“ sagði Birkir eftir 6-0 sigurinn á Gróttu í kvöld. „Fyrir einhverjum árum síðan var Keflavík með svona forystu þegar það voru 3-4 leikir eftir en klúðruðu því, svo við vitum alveg að það er hægt að klúðra svona forystu ef maður er ekki á tánum. Við förum bara í næsta leik til að vinna hann,“ sagði Birkir. Frábært að spila með Aroni Valsmenn fóru á kostum á köflum í leiknum við Gróttu en slökuðu á þess á milli. Aron Bjarnason skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar, en hann hefur komið frábærlega inn í liðið fyrir framan Birki á hægri kantinum. Birkir Már Sævarsson átti fast sæti í stöðu hægri bakvarðar hjá landsliðinu um langt árabil.VÍSIR/VILHELM „Aron er auðvitað frábær fótboltamaður og það hefur verið frábært að spila með honum á þessu tímabili. Við náum mjög vel saman. Hann og hinir framherjarnir hafa líka náð mjög vel saman og þetta er allt búið að smella – verið góður stígandi í þessu allt tímabilið. Þetta var mjög heilsteyptur leikur í kvöld, við skoruðum fullt af mörkum og héldum hreinu eins og við vildum gera. Mér fannst við slaka aðeins of mikið á eftir góðan fyrri hluta fyrri hálfleiks, og við vorum lélegir í byrjun seinni, þangað til við skoruðum fjórða markið og þá fannst mér við geta keyrt yfir þá í lokin,“ sagði Birkir. Mjög glaður þegar ég fékk símtalið Birkir var valinn í landsliðið á föstudaginn, fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu næsta fimmtudag og leiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni í kjölfarið, eftir að hafa farið á kostum með Val að undanförnu. „Ég var mjög glaður þegar ég fékk símtalið og stefni á að gera mitt allra besta á þessum örfáu æfingum fram að Rúmeníuleiknum. Svo sjáum við hverju það skilar,“ sagði Birkir. Hann hefur leikið 92 A-landsleiki og er öllum hnútum kunnugur í landsliðinu þó að hann hafi ekki átt fast sæti í hópnum hjá Erik Hamrén. Birkir á að baki 92 A-landsleiki og er í þriðja sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands.VÍSIR/VILHELM „Jú, það er auðvitað kostur að vera búinn að spila nokkra landsleiki og koma líka inn í hóp þar sem maður þekkir nánast alla. Byrjunarliðið frá EM er allt þarna samankomið þannig að maður þekkir vel til og verður fljótur að koma sér inn í allt saman,“ sagði Birkir. Búinn að passa mig í allt sumar Nú þegar kórónuveirusmitum hefur fjölgað ört á Íslandi síðustu vikur er sífellt meiri hætta á því fyrir Birki líkt og aðra að lenda í sóttkví, og missa þar með af landsleikjunum. Hefur hann farið sérstaklega varlega síðustu daga? „Ég er búinn að passa mig í allt sumar. Konan mín er í áhættuhóp þannig að við þurfum að passa okkur aukalega og það er ekkert óþarfa útstáelsi á okkur, en við erum með stóra fjölskyldu þannig að maður verður að fara í búð. Það er þá betra að ég geri það en hún. Þannig að það eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus.“ Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Mögulega verða þeir meistarar í næstu umferð. 4. október 2020 21:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. Valur er átta stigum á undan FH þegar fjórar umferðir eru eftir, svo að ef að FH vinnur ekki KA í næstu umferð dugar Val að vinna Fylki í Árbænum til að landa titlinum. „Við erum náttúrulega ekki búnir að vinna neitt enn þannig að við erum bara að hugsa um að klára þetta almennilega og vinna þá leiki sem við eigum eftir. Maður getur ekki tekið neinu sem gefnu,“ sagði Birkir eftir 6-0 sigurinn á Gróttu í kvöld. „Fyrir einhverjum árum síðan var Keflavík með svona forystu þegar það voru 3-4 leikir eftir en klúðruðu því, svo við vitum alveg að það er hægt að klúðra svona forystu ef maður er ekki á tánum. Við förum bara í næsta leik til að vinna hann,“ sagði Birkir. Frábært að spila með Aroni Valsmenn fóru á kostum á köflum í leiknum við Gróttu en slökuðu á þess á milli. Aron Bjarnason skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar, en hann hefur komið frábærlega inn í liðið fyrir framan Birki á hægri kantinum. Birkir Már Sævarsson átti fast sæti í stöðu hægri bakvarðar hjá landsliðinu um langt árabil.VÍSIR/VILHELM „Aron er auðvitað frábær fótboltamaður og það hefur verið frábært að spila með honum á þessu tímabili. Við náum mjög vel saman. Hann og hinir framherjarnir hafa líka náð mjög vel saman og þetta er allt búið að smella – verið góður stígandi í þessu allt tímabilið. Þetta var mjög heilsteyptur leikur í kvöld, við skoruðum fullt af mörkum og héldum hreinu eins og við vildum gera. Mér fannst við slaka aðeins of mikið á eftir góðan fyrri hluta fyrri hálfleiks, og við vorum lélegir í byrjun seinni, þangað til við skoruðum fjórða markið og þá fannst mér við geta keyrt yfir þá í lokin,“ sagði Birkir. Mjög glaður þegar ég fékk símtalið Birkir var valinn í landsliðið á föstudaginn, fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu næsta fimmtudag og leiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni í kjölfarið, eftir að hafa farið á kostum með Val að undanförnu. „Ég var mjög glaður þegar ég fékk símtalið og stefni á að gera mitt allra besta á þessum örfáu æfingum fram að Rúmeníuleiknum. Svo sjáum við hverju það skilar,“ sagði Birkir. Hann hefur leikið 92 A-landsleiki og er öllum hnútum kunnugur í landsliðinu þó að hann hafi ekki átt fast sæti í hópnum hjá Erik Hamrén. Birkir á að baki 92 A-landsleiki og er í þriðja sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands.VÍSIR/VILHELM „Jú, það er auðvitað kostur að vera búinn að spila nokkra landsleiki og koma líka inn í hóp þar sem maður þekkir nánast alla. Byrjunarliðið frá EM er allt þarna samankomið þannig að maður þekkir vel til og verður fljótur að koma sér inn í allt saman,“ sagði Birkir. Búinn að passa mig í allt sumar Nú þegar kórónuveirusmitum hefur fjölgað ört á Íslandi síðustu vikur er sífellt meiri hætta á því fyrir Birki líkt og aðra að lenda í sóttkví, og missa þar með af landsleikjunum. Hefur hann farið sérstaklega varlega síðustu daga? „Ég er búinn að passa mig í allt sumar. Konan mín er í áhættuhóp þannig að við þurfum að passa okkur aukalega og það er ekkert óþarfa útstáelsi á okkur, en við erum með stóra fjölskyldu þannig að maður verður að fara í búð. Það er þá betra að ég geri það en hún. Þannig að það eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus.“
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Mögulega verða þeir meistarar í næstu umferð. 4. október 2020 21:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Mögulega verða þeir meistarar í næstu umferð. 4. október 2020 21:00