Sjúklingar ekki sendir í aðgerð til útlanda nema í bráðatilfellum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 13:34 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Vegna kórónuveirufaraldursins senda Sjúkratryggingar Íslands sjúklinga ekki lengur í aðgerðir til útlanda nema í mjög svo brýnum tilfellum. Fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa straum af kostnaði vegna aðgerða erlendis er ekki hægt að nýta til að framkvæma sambærilegar aðgerðir hér heima. Nokkur umræða hefur verið uppi um slíkar aðgerðir, einkum liðskiptaaðgerðir, sem margir sækja út fyrir landssteinana, einkum til Svíþjóðar, en slíkar aðgerðir hafa verið niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Fyrirkomulagið hefur sætt nokkurri gagnrýni, einkum í ljósi þess að slíkar aðgerðir, sem framkvæmdar eru á einkastofum hér á landi, hafa ekki verið niðurgreiddar af sjúkratryggingum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ákvörðun hafi verið tekin fyrir nokkru síðan, í nánu samráði við sóttvarnalækni, um að hætt verði að senda fólk til útlanda í aðgerð nema í bráðatilfellum „Það er búið að vera undanfarna mánuði svona til sérstakrar athugunar í hvaða tilvikum er hægt að senda fólk til útlanda og við höfum ákveðið þetta í góðu samráði við sóttvarnalækni á hverjum tíma og tökum til endurskoðunar alltaf reglulega. En því miður þá hefur það verið þannig undanfarið að það hefur þurft að takmarka þetta við sjúklinga sem eru bráðveikir og þar sem að meðferð erlendis þolir í rauninni enga bið,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er nálægt tveimur milljörðum sem að við höfum til þess að greiða fyrir í rauninni alla meðferð sem að fer fram erlendis, ekkert endilega bara þessar [liðskipta]aðgerðir. Þetta geta verið börn sem þurfa á hjartaskurðaðgerðum að halda, þetta geta verið fólk með sérlega vandmeðfarin krabbamein og svo framvegis,“ útskýrir María. Þótt ferðum vegna aðgerða í útlöndum hafi fækkað í heimsfaraldrinum þýðir það þó ekki að fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa undir kostnaði vegna slíkra aðgerð nýtist til að framkvæma slíkar aðgerðir hér á landi. „Það er þannig að á fjárlögum þá er þessi peningur í rauninni alveg eyrnamerktur því að fara í erlenda þjónustu. Þetta er í rauninni ekki fjármagn sem að við getum flutt til innlendra veitenda,“ segir María. „Ég vil nú leggja áherslu á það að þessar um sóknir sem við fáum, við metum auðvitað hverja og eina umsókn. Þannig að það er ekki þannig að þetta sé bara lagt til hliðar heldur förum við mjög vandlega yfir hverja og eina umsókn og það sem að alls ekki getur beðið, það fólk er sannarlega sent erlendis til meðferðar.“ Vísir/Vilhelm Spurð hvort sjúkratryggingar hafi einhverja aðkomu að samtali eða ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á þessu fyrirkomulagi, svo unnt verði að semja við innlenda aðila, segir María að til þyrfti að koma nýtt fjármagn. „Ef það á að semja við innlenda aðila um að auka framboð á þessari þjónustu þá þarf í rauninni bara nýja fjárveitingu frá Alþingi vegna þess að eins og þetta er merkt á fjárlögum þá er ekki hægt að flytja það yfir í aðra þjónustu, jafnvel þó að menn vildu gera það,“ segir María. „Eins og við skiljum þetta þá þyrfti að setja nýtt fjármagn í það að auka framboð á liðskiptingaaðgerðum.“ Þessi mál hafi verið til umræðu. „Við erum að skoða þennan lið með heilbrigðisráðuneytinu og fara alveg í gegnum það hvaða þjónusta er þarna undir, hvaða þjónusta á að vera þarna undir og svo framvegis og það er auðvitað bara mjög mikilvægt að klára þá vinnu,“ segir María. „Við fáum töluvert af fyrirspurnum og ég skil það og við skiljum það bara mjög vel að það er erfitt að bíða á biðlista eftir því að fá bót meina sinna,“ segir María. „Það sem mér finnst mikilvægast er að það er auðvitað betra fyrir sjúklinginn að fá sem mest af sinni meðferð hérna heima.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins senda Sjúkratryggingar Íslands sjúklinga ekki lengur í aðgerðir til útlanda nema í mjög svo brýnum tilfellum. Fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa straum af kostnaði vegna aðgerða erlendis er ekki hægt að nýta til að framkvæma sambærilegar aðgerðir hér heima. Nokkur umræða hefur verið uppi um slíkar aðgerðir, einkum liðskiptaaðgerðir, sem margir sækja út fyrir landssteinana, einkum til Svíþjóðar, en slíkar aðgerðir hafa verið niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Fyrirkomulagið hefur sætt nokkurri gagnrýni, einkum í ljósi þess að slíkar aðgerðir, sem framkvæmdar eru á einkastofum hér á landi, hafa ekki verið niðurgreiddar af sjúkratryggingum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ákvörðun hafi verið tekin fyrir nokkru síðan, í nánu samráði við sóttvarnalækni, um að hætt verði að senda fólk til útlanda í aðgerð nema í bráðatilfellum „Það er búið að vera undanfarna mánuði svona til sérstakrar athugunar í hvaða tilvikum er hægt að senda fólk til útlanda og við höfum ákveðið þetta í góðu samráði við sóttvarnalækni á hverjum tíma og tökum til endurskoðunar alltaf reglulega. En því miður þá hefur það verið þannig undanfarið að það hefur þurft að takmarka þetta við sjúklinga sem eru bráðveikir og þar sem að meðferð erlendis þolir í rauninni enga bið,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er nálægt tveimur milljörðum sem að við höfum til þess að greiða fyrir í rauninni alla meðferð sem að fer fram erlendis, ekkert endilega bara þessar [liðskipta]aðgerðir. Þetta geta verið börn sem þurfa á hjartaskurðaðgerðum að halda, þetta geta verið fólk með sérlega vandmeðfarin krabbamein og svo framvegis,“ útskýrir María. Þótt ferðum vegna aðgerða í útlöndum hafi fækkað í heimsfaraldrinum þýðir það þó ekki að fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa undir kostnaði vegna slíkra aðgerð nýtist til að framkvæma slíkar aðgerðir hér á landi. „Það er þannig að á fjárlögum þá er þessi peningur í rauninni alveg eyrnamerktur því að fara í erlenda þjónustu. Þetta er í rauninni ekki fjármagn sem að við getum flutt til innlendra veitenda,“ segir María. „Ég vil nú leggja áherslu á það að þessar um sóknir sem við fáum, við metum auðvitað hverja og eina umsókn. Þannig að það er ekki þannig að þetta sé bara lagt til hliðar heldur förum við mjög vandlega yfir hverja og eina umsókn og það sem að alls ekki getur beðið, það fólk er sannarlega sent erlendis til meðferðar.“ Vísir/Vilhelm Spurð hvort sjúkratryggingar hafi einhverja aðkomu að samtali eða ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á þessu fyrirkomulagi, svo unnt verði að semja við innlenda aðila, segir María að til þyrfti að koma nýtt fjármagn. „Ef það á að semja við innlenda aðila um að auka framboð á þessari þjónustu þá þarf í rauninni bara nýja fjárveitingu frá Alþingi vegna þess að eins og þetta er merkt á fjárlögum þá er ekki hægt að flytja það yfir í aðra þjónustu, jafnvel þó að menn vildu gera það,“ segir María. „Eins og við skiljum þetta þá þyrfti að setja nýtt fjármagn í það að auka framboð á liðskiptingaaðgerðum.“ Þessi mál hafi verið til umræðu. „Við erum að skoða þennan lið með heilbrigðisráðuneytinu og fara alveg í gegnum það hvaða þjónusta er þarna undir, hvaða þjónusta á að vera þarna undir og svo framvegis og það er auðvitað bara mjög mikilvægt að klára þá vinnu,“ segir María. „Við fáum töluvert af fyrirspurnum og ég skil það og við skiljum það bara mjög vel að það er erfitt að bíða á biðlista eftir því að fá bót meina sinna,“ segir María. „Það sem mér finnst mikilvægast er að það er auðvitað betra fyrir sjúklinginn að fá sem mest af sinni meðferð hérna heima.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira