Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:32 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira