Segir rétt að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 09:30 Phil Foden og Mason Greenwood á æfingu með enska landsliðinu. Getty/Mike Egerton Ensku vandræðagemlingarnir frá því í Bændahöllinni voru ekki valdir í nýjasta enska landsliðshópinn í gær og sérfræðingur á breska ríkisútvarpinu segir það vera rétta ákvörðun hjá enska landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp eftir ferðalagið til Íslands þar sem tveir af efnilegustu leikmönnum enska landsliðsins gerðust sekir um að brjóta sóttkví með því að hitta íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins. Southgate sendi þá Phil Foden og Mason Greenwood heim frá Íslandi með skömm þegar upp komst um hegðun þeirra og þeir misstu því af seinni leiknum í landsliðsglugganum sem var á móti Danmörku. Phil Foden og Mason Greenwood missa líka af næstu þremur leikjum liðsins því Gareth Southgate valdi þá ekki í landsliðshópinn sinn fyrir komandi leiki á móti Wales, Belgíu og Danmörku. Phil McNulty, knattspyrnusérfræðingur á breska ríkisútvarpinu, er sammála ákvörðun Southgate að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi. Phil Foden and Mason Greenwood's omissions from Gareth Southgate's England squad are 'perfectly justified'.@philmcnulty's analysis https://t.co/gvUjhdyFU8#bbcfootball pic.twitter.com/HvoRcXUaeG— BBC Sport (@BBCSport) October 2, 2020 „Southgate átti rétt á því að vera reiður út í þá Foden og Greenwood fyrir heimskupör þeirra og það að þeir brugðust hans trausti á Íslandi. Það var því óumflýjanlegt að þeir yrðu ekki með að þessu sinni. Þeir þurfa að fálengri tíma til að hugsa betur um hvað þeir gerðu,“ skrifaði Phil McNulty. McNulty er þó viss um að þeir Phil Foden og Mason Greenwood verði ekki lengi í skammakróknum hjá Gareth Southgate. „Foden og Greenwood verða báðir komnir aftur inn í landsliðið áður en langt um líður. Þetta eru tveir mjög hæfileikaríkir leikmenn sem hafa alla burði til að spila lykilhlutverk í enska landsliðinu á Evrópumótinu næsta sumar sem og mörg ár í viðbót,“ skrifaði McNulty. „Það er aftur á móti fullkomlega réttlætanlegt að Southgate skuli núna ítreka skilaboð sín um það sem á ekki að koma fyrir innan enska hópsins. Það er líka gott fyrir strákana að stíga aðeins út úr sviðsljósinu eftir að hafa eignað sér allar þessar fyrirsagnir sem landsliðsþjálfarinn þarf ekki á að halda,“ skrifaði McNulty. Það má sjá allan pistil hans hér. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Ensku vandræðagemlingarnir frá því í Bændahöllinni voru ekki valdir í nýjasta enska landsliðshópinn í gær og sérfræðingur á breska ríkisútvarpinu segir það vera rétta ákvörðun hjá enska landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp eftir ferðalagið til Íslands þar sem tveir af efnilegustu leikmönnum enska landsliðsins gerðust sekir um að brjóta sóttkví með því að hitta íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins. Southgate sendi þá Phil Foden og Mason Greenwood heim frá Íslandi með skömm þegar upp komst um hegðun þeirra og þeir misstu því af seinni leiknum í landsliðsglugganum sem var á móti Danmörku. Phil Foden og Mason Greenwood missa líka af næstu þremur leikjum liðsins því Gareth Southgate valdi þá ekki í landsliðshópinn sinn fyrir komandi leiki á móti Wales, Belgíu og Danmörku. Phil McNulty, knattspyrnusérfræðingur á breska ríkisútvarpinu, er sammála ákvörðun Southgate að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi. Phil Foden and Mason Greenwood's omissions from Gareth Southgate's England squad are 'perfectly justified'.@philmcnulty's analysis https://t.co/gvUjhdyFU8#bbcfootball pic.twitter.com/HvoRcXUaeG— BBC Sport (@BBCSport) October 2, 2020 „Southgate átti rétt á því að vera reiður út í þá Foden og Greenwood fyrir heimskupör þeirra og það að þeir brugðust hans trausti á Íslandi. Það var því óumflýjanlegt að þeir yrðu ekki með að þessu sinni. Þeir þurfa að fálengri tíma til að hugsa betur um hvað þeir gerðu,“ skrifaði Phil McNulty. McNulty er þó viss um að þeir Phil Foden og Mason Greenwood verði ekki lengi í skammakróknum hjá Gareth Southgate. „Foden og Greenwood verða báðir komnir aftur inn í landsliðið áður en langt um líður. Þetta eru tveir mjög hæfileikaríkir leikmenn sem hafa alla burði til að spila lykilhlutverk í enska landsliðinu á Evrópumótinu næsta sumar sem og mörg ár í viðbót,“ skrifaði McNulty. „Það er aftur á móti fullkomlega réttlætanlegt að Southgate skuli núna ítreka skilaboð sín um það sem á ekki að koma fyrir innan enska hópsins. Það er líka gott fyrir strákana að stíga aðeins út úr sviðsljósinu eftir að hafa eignað sér allar þessar fyrirsagnir sem landsliðsþjálfarinn þarf ekki á að halda,“ skrifaði McNulty. Það má sjá allan pistil hans hér.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira