Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2020 22:01 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og svietarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti sérstakar aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á fjárhag sveitarfélaganna upp á 4,8 milljarða á fjármálastefnu þeirra í dag. Sex hundruð og sjötíu milljónir fara til málefna fatlaðra, hálfur milljarður til sveitarfélaga í mestum vanda og 720 milljónir til að standa undir fjárhagsaðstoð við einstaklinga svo dæmi séu tekin. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þessar aðgerðir ekki duga. „Þær eru auðvitað langt frá því að duga fyrir þeirri fjárvöntun sem sveitarfélögin standa frami fyrir. Við stöndum frami fyrir fimmtíu milljarða fjárvöntun í ár og á næsta ári,“ segir Aldís. Sigurður Ingi segir aðgerðir stjórnvalda byggja á nýrri greiningu starfshóps á stöðu sveitarfélaganna. Sameiginlegur vandi þeirra vegna kórónufaraldursins væri upp á um 33 milljarða. „Mín afstaða er sú að það hlýtur að vera leiðarljós hjá hinu opinbera að hjálpa hinum veiku í gegnum erfiðleikana. En ekki setja þá á gjörgæslu sem eru við góða heilsu,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnvöld hafi hvatt þau sveitarfélög sem það gætu til aukinnar lántöku með sama hætti og ríkið fjármagnaði sínar aðgerðir. Þau fresti gjöldum, lækki þau eða fell niður og auki fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Þá komi hundruða milljarða samgönguframkvæmdir á næstu árum sveitarfélögunum til góða eins og allar þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að undanförnu. „Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingakerfi hefur til dæmis án efa gert það að verkum að fallið í útsvarinu er minna en búast mátti við,“ sagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43 Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21 Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti sérstakar aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á fjárhag sveitarfélaganna upp á 4,8 milljarða á fjármálastefnu þeirra í dag. Sex hundruð og sjötíu milljónir fara til málefna fatlaðra, hálfur milljarður til sveitarfélaga í mestum vanda og 720 milljónir til að standa undir fjárhagsaðstoð við einstaklinga svo dæmi séu tekin. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þessar aðgerðir ekki duga. „Þær eru auðvitað langt frá því að duga fyrir þeirri fjárvöntun sem sveitarfélögin standa frami fyrir. Við stöndum frami fyrir fimmtíu milljarða fjárvöntun í ár og á næsta ári,“ segir Aldís. Sigurður Ingi segir aðgerðir stjórnvalda byggja á nýrri greiningu starfshóps á stöðu sveitarfélaganna. Sameiginlegur vandi þeirra vegna kórónufaraldursins væri upp á um 33 milljarða. „Mín afstaða er sú að það hlýtur að vera leiðarljós hjá hinu opinbera að hjálpa hinum veiku í gegnum erfiðleikana. En ekki setja þá á gjörgæslu sem eru við góða heilsu,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnvöld hafi hvatt þau sveitarfélög sem það gætu til aukinnar lántöku með sama hætti og ríkið fjármagnaði sínar aðgerðir. Þau fresti gjöldum, lækki þau eða fell niður og auki fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Þá komi hundruða milljarða samgönguframkvæmdir á næstu árum sveitarfélögunum til góða eins og allar þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að undanförnu. „Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingakerfi hefur til dæmis án efa gert það að verkum að fallið í útsvarinu er minna en búast mátti við,“ sagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.
Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43 Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21 Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43
Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21
Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39