Harmar ofnotkun „Kaíró“ kerfisins sem kallað er „Ísland“ í Þýskalandi Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 14:01 Rúnar Sigtryggsson stakk upp á að lið yrðu verðlaunuð fyrir að spara Kaíró-kerfið og sagði mörg önnur kerfi í boði. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Sigtryggsson flutti eldræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar þar sem hann gagnrýndi íslensk lið fyrir ofnotkun á Kaíró-leikkerfinu, kerfi sem sé kallað „Ísland“ í þýska handboltanum. „Hvaða Kaíró-geðveiki er þetta hérna á Íslandi?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar. Flestir Íslendingar ættu að kannast við Kaíró-leikkerfið sem íslenska landsliðið hefur notað afar oft í gegnum tíðina, rétt eins og íslensk félagslið: „Mér þætti voðalega vænt um að menn myndu aðeins minnka þetta. Við þyrftum að setja einhvern kvóta á þetta. Þetta er bara of mikið. Og eins og við vitum eru línumenn kannski ekki bestir með boltann. Þeir eru látnir hlaupa frá öðru horninu yfir í hitt og skila boltanum almennilega frá sér… Það eru til auðveldari leikkerfi með stöðufærslum en þetta. Við spilum þetta kerfi það mikið að í Þýskalandi heitir þetta kerfi Ísland,“ sagði Rúnar, og hélt áfram: Af hverju er ekki dæmd leikleysa? „Þetta er líka svona með leikmennina. Þeim finnst voðalega þægilegt að spila Kaíró, eins og að þetta sé bara mjög góð byrjun á sókn. Eins og að láta boltann ganga þrisvar sinnum. Mér finnst handboltinn líða fyrir þetta. Það er minna tempó í sóknarleiknum, þetta hefur áhrif á sendingagetu, það er minni hraði á boltanum.“ Rúnar benti einnig á að þegar að dómarar hefðu lyft upp hendi til marks um að það væri að koma leiktöf þá skyti skökku við að lið mættu stilla upp í Kaíró: „Línumaðurinn fær boltann og er að fara frá markinu. Það er bara leikleysa, en það er aldrei dæmt. Það er bara of mikið um þetta. Við kannski förum að gefa verðlaun til þeirra sem spila sjaldnast Kaíró, bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni Bylgjan - Cairo umræða Rúnars Þýski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson flutti eldræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar þar sem hann gagnrýndi íslensk lið fyrir ofnotkun á Kaíró-leikkerfinu, kerfi sem sé kallað „Ísland“ í þýska handboltanum. „Hvaða Kaíró-geðveiki er þetta hérna á Íslandi?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar. Flestir Íslendingar ættu að kannast við Kaíró-leikkerfið sem íslenska landsliðið hefur notað afar oft í gegnum tíðina, rétt eins og íslensk félagslið: „Mér þætti voðalega vænt um að menn myndu aðeins minnka þetta. Við þyrftum að setja einhvern kvóta á þetta. Þetta er bara of mikið. Og eins og við vitum eru línumenn kannski ekki bestir með boltann. Þeir eru látnir hlaupa frá öðru horninu yfir í hitt og skila boltanum almennilega frá sér… Það eru til auðveldari leikkerfi með stöðufærslum en þetta. Við spilum þetta kerfi það mikið að í Þýskalandi heitir þetta kerfi Ísland,“ sagði Rúnar, og hélt áfram: Af hverju er ekki dæmd leikleysa? „Þetta er líka svona með leikmennina. Þeim finnst voðalega þægilegt að spila Kaíró, eins og að þetta sé bara mjög góð byrjun á sókn. Eins og að láta boltann ganga þrisvar sinnum. Mér finnst handboltinn líða fyrir þetta. Það er minna tempó í sóknarleiknum, þetta hefur áhrif á sendingagetu, það er minni hraði á boltanum.“ Rúnar benti einnig á að þegar að dómarar hefðu lyft upp hendi til marks um að það væri að koma leiktöf þá skyti skökku við að lið mættu stilla upp í Kaíró: „Línumaðurinn fær boltann og er að fara frá markinu. Það er bara leikleysa, en það er aldrei dæmt. Það er bara of mikið um þetta. Við kannski förum að gefa verðlaun til þeirra sem spila sjaldnast Kaíró, bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni Bylgjan - Cairo umræða Rúnars
Þýski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira