Telur nýtt krabbameinslyf hafa komið sér undan dauðadómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 12:32 Hallgrímur Jónasson, fyrrverandi flugstjóri. Bylgjan Hallgrímur Jónasson fyrrverandi flugstjóri telur að nýlegt líftæknilyf sem hann hóf að taka inn í krabbameinsmeðferð vorið 2018 hafi bjargað lífi hans. Hann greindist með 4. stigs krabbamein í árslok 2016 en hefðbundin lyf bitu ekki á meinið. Meinvörpin hafi hins vegar minnkað hægt og bítandi þökk sé nýja lyfinu og nú stendur Hallgrímur frammi fyrir því að fá mögulega frí frá krabbameinsmeðferð í fyrsta sinn í tæp fjögur ár. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að bylting hafi orðið síðustu ár í meðferð krabbameinssjúkra með nýjum líftæknilyfjum sem örva ónæmiskerfið. Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu að þetta eigi sérstaklega við um þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, maður sem greindist með 4. stigs krabbamein í mars 2018, tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann væri læknaður af krabbameininu, sem talið hafði verið ólæknandi. Þorsteinn losnaði við meinið eftir að hafa farið í mánaðarlega meðferð með líftæknilyfinu Nivolumab. Nýrnakrabbamein af illlæknanlegri tegund Hallgrímur Jónasson fyrrverandi flugstjóri hefur svipaða sögu að segja, sem hann rakti ítarlega í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hallgrímur, sem m.a. vann um árabil í Afríku fyrir Icelandair, veiktist af hitabeltisveiru fyrir nokkrum áratugum og var við dauðans dyr. Hann var lengi undir eftirliti lækna í kjölfar veikindanna og árið 2016 fannst stórt æxli við annað nýrað í honum. Nýrað, með æxlinu, var fjarlægt í skurðaðgerð í árslok 2016 en þá kom jafnframt í ljós að krabbameinið hafði náð að dreifa sér og var á 4. stigi. „Mér var sagt það strax að þetta væri nýrnakrabbamein af illlæknanlegri tegund, sem hefðbundin lyf virkuðu illa á og geislar ekki. Þar að auki voru þessi meinvörp ekki skurðtæk en meðferðin byrjaði strax eftir aðgerðina. Ég man þess dagsetningu raunar, 4. janúar 2017, þá hefst meðferðin, hefðbundin lyfjameðferð, og hún stendur yfir þangað til í apríl 2018, án árangurs,“ sagði Hallgrímur í Bítinu. Möguleiki á fríi í fyrsta sinn í fjögur ár Hann kvaðst hafa fengið slæmar aukaverkanir af lyfjameðferðinni en í apríl 2018 var hann loks boðaður á fund með krabbameinslækni sínum, Ásgerði Sverrisdóttur. Hún var þá búin að sækja um að hann fengi nýtt lyf, Nivolumab. Hallgrímur fór í fyrstu lyfjagjöfina síðar í þessum sama mánuði og hefur fengið það mánaðarlega síðan þá. Meinvörpin, sem gömlu lyfin höfðu ekkert bitið á mánuðina á undan, hófu loks að minnka. „Mjög fljótlega sést að meinvörpin eru ekki að vaxa. Svo líða þrír mánuðir í viðbót og þá kemur í ljós við sneiðmyndatöku að meinvörpin eru að minnka og síðan hafa þau bara verið að minnka og þau eru langt komin með að hverfa eins og ég sit hér í dag,“ sagði Hallgrímur. „Og ef þetta heldur áfram eins og horfir núna er verið að tala um að taka mig af lyfinu, af lyfjagjöf, og ég fái í fyrsta sinn síðan í janúar 2017 frí frá meðferð.“ Farinn að pæla í endalokunum Hallgrímur lýsti því að aukaverkanir af þessu nýja lyfi geti verið nokkuð svæsnar. Þær eru þó vægar í tilfelli Hallgríms; húð- og munnþurrkur og einstaka sinnum roði í húð. Hallgrímur telur að lyfið hafi bjargað lífi sínu – komið sér undan dauðadómi. „Sjálfur tel ég enga spurningu um það. Hefðbundna lyfið, eldri krabbameinslyf sem hafa verið notuð með auðvitað góðum árangri líka í mýmörgum tilfellum, það var ekkert að gera neitt fyrir þetta tiltekna krabbamein. Ég var undirbúin undir það [dauðann], samtölin á spítalanum voru þannig. Ég gerði strax í mínu tilfelli grein fyrir því að hafa allt uppi á borði,“ sagði Hallgrímur. „Vissulega var maður á því stigi þarna að vera farinn að pæla í endalokunum. Að það væri kannski styttra í þau en maður hafði vonað eða reiknað með. Þetta er auðvitað mikil dýfa að vera greindur með krabbamein. Það er alveg ljóst að það eru alltof margir sem standa í þessum sporum, eins og ég var þarna.“ Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Gjörbylting í meðferð krabbameina Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. 25. september 2020 19:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Hallgrímur Jónasson fyrrverandi flugstjóri telur að nýlegt líftæknilyf sem hann hóf að taka inn í krabbameinsmeðferð vorið 2018 hafi bjargað lífi hans. Hann greindist með 4. stigs krabbamein í árslok 2016 en hefðbundin lyf bitu ekki á meinið. Meinvörpin hafi hins vegar minnkað hægt og bítandi þökk sé nýja lyfinu og nú stendur Hallgrímur frammi fyrir því að fá mögulega frí frá krabbameinsmeðferð í fyrsta sinn í tæp fjögur ár. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að bylting hafi orðið síðustu ár í meðferð krabbameinssjúkra með nýjum líftæknilyfjum sem örva ónæmiskerfið. Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu að þetta eigi sérstaklega við um þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, maður sem greindist með 4. stigs krabbamein í mars 2018, tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann væri læknaður af krabbameininu, sem talið hafði verið ólæknandi. Þorsteinn losnaði við meinið eftir að hafa farið í mánaðarlega meðferð með líftæknilyfinu Nivolumab. Nýrnakrabbamein af illlæknanlegri tegund Hallgrímur Jónasson fyrrverandi flugstjóri hefur svipaða sögu að segja, sem hann rakti ítarlega í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hallgrímur, sem m.a. vann um árabil í Afríku fyrir Icelandair, veiktist af hitabeltisveiru fyrir nokkrum áratugum og var við dauðans dyr. Hann var lengi undir eftirliti lækna í kjölfar veikindanna og árið 2016 fannst stórt æxli við annað nýrað í honum. Nýrað, með æxlinu, var fjarlægt í skurðaðgerð í árslok 2016 en þá kom jafnframt í ljós að krabbameinið hafði náð að dreifa sér og var á 4. stigi. „Mér var sagt það strax að þetta væri nýrnakrabbamein af illlæknanlegri tegund, sem hefðbundin lyf virkuðu illa á og geislar ekki. Þar að auki voru þessi meinvörp ekki skurðtæk en meðferðin byrjaði strax eftir aðgerðina. Ég man þess dagsetningu raunar, 4. janúar 2017, þá hefst meðferðin, hefðbundin lyfjameðferð, og hún stendur yfir þangað til í apríl 2018, án árangurs,“ sagði Hallgrímur í Bítinu. Möguleiki á fríi í fyrsta sinn í fjögur ár Hann kvaðst hafa fengið slæmar aukaverkanir af lyfjameðferðinni en í apríl 2018 var hann loks boðaður á fund með krabbameinslækni sínum, Ásgerði Sverrisdóttur. Hún var þá búin að sækja um að hann fengi nýtt lyf, Nivolumab. Hallgrímur fór í fyrstu lyfjagjöfina síðar í þessum sama mánuði og hefur fengið það mánaðarlega síðan þá. Meinvörpin, sem gömlu lyfin höfðu ekkert bitið á mánuðina á undan, hófu loks að minnka. „Mjög fljótlega sést að meinvörpin eru ekki að vaxa. Svo líða þrír mánuðir í viðbót og þá kemur í ljós við sneiðmyndatöku að meinvörpin eru að minnka og síðan hafa þau bara verið að minnka og þau eru langt komin með að hverfa eins og ég sit hér í dag,“ sagði Hallgrímur. „Og ef þetta heldur áfram eins og horfir núna er verið að tala um að taka mig af lyfinu, af lyfjagjöf, og ég fái í fyrsta sinn síðan í janúar 2017 frí frá meðferð.“ Farinn að pæla í endalokunum Hallgrímur lýsti því að aukaverkanir af þessu nýja lyfi geti verið nokkuð svæsnar. Þær eru þó vægar í tilfelli Hallgríms; húð- og munnþurrkur og einstaka sinnum roði í húð. Hallgrímur telur að lyfið hafi bjargað lífi sínu – komið sér undan dauðadómi. „Sjálfur tel ég enga spurningu um það. Hefðbundna lyfið, eldri krabbameinslyf sem hafa verið notuð með auðvitað góðum árangri líka í mýmörgum tilfellum, það var ekkert að gera neitt fyrir þetta tiltekna krabbamein. Ég var undirbúin undir það [dauðann], samtölin á spítalanum voru þannig. Ég gerði strax í mínu tilfelli grein fyrir því að hafa allt uppi á borði,“ sagði Hallgrímur. „Vissulega var maður á því stigi þarna að vera farinn að pæla í endalokunum. Að það væri kannski styttra í þau en maður hafði vonað eða reiknað með. Þetta er auðvitað mikil dýfa að vera greindur með krabbamein. Það er alveg ljóst að það eru alltof margir sem standa í þessum sporum, eins og ég var þarna.“
Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Gjörbylting í meðferð krabbameina Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. 25. september 2020 19:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Gjörbylting í meðferð krabbameina Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. 25. september 2020 19:00