Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2020 20:01 Veiking krónunnar hefur skilað sér hratt út í verðlagið að undanförnu. Vísir/Vilhelm Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október. Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október.
Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18
Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23
Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15